Vestri og Víkingur mætast í Vesturbænum Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 15:09 Það er mikið í húfi fyrir KR-inga þó að þeir spili ekki bikarleikinn á laugardag. Hann fer hins vegar fram á þeirra heimavelli því eins og sjá má er þétt lag af snjó yfir Olísvellinum á Ísafirði. Samsett/Hulda Margrét og Vestri Snjóblásarar, gröfur og bænir um betri tíð dugðu ekki til að Torfnesvöllur á Ísafirði, Olísvöllurinn eins og hann heitir í dag, yrði tilbúinn fyrir komu nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings á laugardaginn. Undanúrslitaleikur Vestra og Víkings í Mjólkurbikar karla í fótbolta fer því ekki fram á Ísafirði heldur 450 kílómetrum sunnar; á Meistaravöllum KR-inga í Vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar tóku vel í beiðni Vestramanna um að spila á vellinum - leik sem skiptir miklu máli fyrir KR því ef Víkingur verður bikarmeistari kemst KR í Evrópukeppni. Snjór hefur verið yfir Olísvellinum á Ísafirði undanfarið og ekki hægt að æfa né spila á honum. Heimamenn freistuðu þess að blása snjónum af en hann var of þéttur í sér. Í hádeginu voru svo gerðar tilraunir með að moka snjónum í burtu með lítilli gröfu en fljótlega kom í ljós að völlurinn kæmi illa út úr því. Vestri hafði frest þar til annað kvöld með að meta hvort hægt yrði að spila á Olísvellinum en nýtti frestinn ekki til fulls þar sem nú er alveg ljóst að völlurinn verður ekki leikhæfur. Svona leit Olísvöllurinn út í dag.Samsett/Vestri Vestramenn æfa í Borgarnesi í dag og á morgun en æfa svo í Reykjavík á föstudaginn áður en þeir mæta Víkingi í Frostaskjóli á laugardaginn klukkan 14:30. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast ÍA og Keflavík klukkan 12 á laugardaginn. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn er svo á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn Vestri Víkingur Reykjavík KR Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Undanúrslitaleikur Vestra og Víkings í Mjólkurbikar karla í fótbolta fer því ekki fram á Ísafirði heldur 450 kílómetrum sunnar; á Meistaravöllum KR-inga í Vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar tóku vel í beiðni Vestramanna um að spila á vellinum - leik sem skiptir miklu máli fyrir KR því ef Víkingur verður bikarmeistari kemst KR í Evrópukeppni. Snjór hefur verið yfir Olísvellinum á Ísafirði undanfarið og ekki hægt að æfa né spila á honum. Heimamenn freistuðu þess að blása snjónum af en hann var of þéttur í sér. Í hádeginu voru svo gerðar tilraunir með að moka snjónum í burtu með lítilli gröfu en fljótlega kom í ljós að völlurinn kæmi illa út úr því. Vestri hafði frest þar til annað kvöld með að meta hvort hægt yrði að spila á Olísvellinum en nýtti frestinn ekki til fulls þar sem nú er alveg ljóst að völlurinn verður ekki leikhæfur. Svona leit Olísvöllurinn út í dag.Samsett/Vestri Vestramenn æfa í Borgarnesi í dag og á morgun en æfa svo í Reykjavík á föstudaginn áður en þeir mæta Víkingi í Frostaskjóli á laugardaginn klukkan 14:30. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast ÍA og Keflavík klukkan 12 á laugardaginn. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn er svo á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn Vestri Víkingur Reykjavík KR Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann