Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2021 19:01 Svæði Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi Vísir/Egill Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku. Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“ Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“
Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira