Kveðst hafa ofmetið eigið aðdráttarafl og kveður þingið án beiskju Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 08:47 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa, rétt eins og uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar, ofmetið eigið aðdráttarafl í aðdraganda þingkosninga sem fram fóru um síðustu helgi. Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira