Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2021 11:01 Flogið í átt að Keili í beinni útsendingu Stöðvar 2 þann 3. mars síðastliðinn. Arnar Halldórsson Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili. Þetta er sama svæðið og jarðvísindamenn töldu líklegast að myndi gjósa miðvikudaginn 3. mars, fyrir sjö mánuðum. Þann dag héldu Almannavarnir upplýsingafund vegna óróapúls sem fram kom á jarðskjálftamælum og hófst um klukkan 14.20. Óróinn benti til þess að kvika væri á leið til yfirborðs og var talið að eldgos væri við það að brjótast út. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Fréttamenn Stöðvar 2 flugu þá yfir svæðið og sendu út frá flugferðinni í beinni útsendingu. Útsendingin var söguleg því þetta var í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sem sent var beint úr þyrlu hérlendis í fréttatíma frá íslenskum fréttaviðburði. Það var Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, sem flaug þyrlunni en Arnar Halldórsson kvikmyndaði. Í útsendingunni mátti vel sjá landslagið á líklegu upptakasvæði eldgoss suðvestur af Keili og sprungur sem liggja um svæðið. Ennfremur kom fram að þar eru engin mannvirki. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr þyrlunni: Eldgosið lét þó enn bíða eftir sér í sextán daga. Jarðeldurinn braut sér loks leið upp á yfirborð laugardagskvöldið 19. mars í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli. Jarðvísindamenn höfðu í millitíðinni getað fylgst með því hvernig kvikugangurinn færðist eftir sprungu milli Keilis og Nátthaga í stefnu norðaustur-suðvestur. Í myndveri Stöðvar 2 rétt fyrir fréttaútsendinguna. Telma Tómasson fréttaþulur og Þórir Guðmundsson, þáverandi fréttastjóri, komin í beint samband við þyrluna yfir Keilissvæðinu.Sigurjón Ólason Umbrotunum fylgdi öflug jarðskjálftahrina sem hófst 24. febrúar og stóð í þrjár vikur. Tugir skjálfta mældust yfir fjögur stig. Sá stærsti mældist 5,7 stig með upptök 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Skjálftunum linnti loks þegar eldgosið hófst. Fyrir útsendinguna sendi Vísir einnig beint úr þyrlunni þegar flogið var í átt að Keili: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis kvöldið sem eldgosið hófst: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis morguninn eftir að gosið hófst: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40 Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Þetta er sama svæðið og jarðvísindamenn töldu líklegast að myndi gjósa miðvikudaginn 3. mars, fyrir sjö mánuðum. Þann dag héldu Almannavarnir upplýsingafund vegna óróapúls sem fram kom á jarðskjálftamælum og hófst um klukkan 14.20. Óróinn benti til þess að kvika væri á leið til yfirborðs og var talið að eldgos væri við það að brjótast út. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Fréttamenn Stöðvar 2 flugu þá yfir svæðið og sendu út frá flugferðinni í beinni útsendingu. Útsendingin var söguleg því þetta var í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sem sent var beint úr þyrlu hérlendis í fréttatíma frá íslenskum fréttaviðburði. Það var Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, sem flaug þyrlunni en Arnar Halldórsson kvikmyndaði. Í útsendingunni mátti vel sjá landslagið á líklegu upptakasvæði eldgoss suðvestur af Keili og sprungur sem liggja um svæðið. Ennfremur kom fram að þar eru engin mannvirki. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr þyrlunni: Eldgosið lét þó enn bíða eftir sér í sextán daga. Jarðeldurinn braut sér loks leið upp á yfirborð laugardagskvöldið 19. mars í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli. Jarðvísindamenn höfðu í millitíðinni getað fylgst með því hvernig kvikugangurinn færðist eftir sprungu milli Keilis og Nátthaga í stefnu norðaustur-suðvestur. Í myndveri Stöðvar 2 rétt fyrir fréttaútsendinguna. Telma Tómasson fréttaþulur og Þórir Guðmundsson, þáverandi fréttastjóri, komin í beint samband við þyrluna yfir Keilissvæðinu.Sigurjón Ólason Umbrotunum fylgdi öflug jarðskjálftahrina sem hófst 24. febrúar og stóð í þrjár vikur. Tugir skjálfta mældust yfir fjögur stig. Sá stærsti mældist 5,7 stig með upptök 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Skjálftunum linnti loks þegar eldgosið hófst. Fyrir útsendinguna sendi Vísir einnig beint úr þyrlunni þegar flogið var í átt að Keili: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis kvöldið sem eldgosið hófst: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis morguninn eftir að gosið hófst:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40 Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40
Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31