Meta þurfi menntun til launa jafnvel þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 14:02 Friðrik Jónsson Aðsend Formaður BHM segir nauðsynlegt að meta menntun til launa þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að sérfræðingar sjái hag sinn í því að koma til landsins að námi loknu. Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“ Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“
Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent