Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 14:57 Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, er meðal þeirra sem er nefndur í Pandóruskjölunum, en hann stendur nú í miðri kosningarbaráttu. Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. Að því er kemur fram í frétt á vef alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, hafa stjórnvöld í Pakistan, Mexíkó, Brasilíu, Sri Lanka, Ástralíu, Panama, Tékklandi og á Spáni lofað því að hefja rannsókn á fjármálaumsvifum hátt settra aðila þar í landi. Pandóruskjölin, stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, afhjúpuðu leynileg auðæfi margs valdamesta fólks heims. Í gögnunum má finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Meðal þeirra sem koma fram í skjölunum er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, og Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands. The #PandoraPapers is the most expansive leak of tax haven files in history and reveals the secret offshore holdings of more than 300 politicians and public officials from more than 90 countries and territories.Here's a look at the Power Players https://t.co/i58Toe7OEi pic.twitter.com/45wsF9gwDK— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Yfirvöld í Tékklandi greindu frá því fyrr í dag að þau kæmu til með að rannsaka forsætisráðherrann, sem stendur nú í miðri kosningabaráttu og leyndi því að hann ætti ríflega 2,8 milljarða króna sveitasetur. Þá muni yfirvöld rannsaka alla aðra tékkneska ríkisborgara sem fram koma í skjölunum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, greindi frá því í gær að yfirvöld myndu rannsaka alla þá sem fram komu í skjölunum. Meðal þeirra sem komu fram í skjölunum voru aðilar úr innsta hring Khan, þar á meðal fjármálaráðherra hans. Í Panama verður komið á eftirliti með þjónustuaðilum sem koma fram í skjölunum, til að mynda lögfræðifyrirtækið Alcogal. Þá munu allir skattgreiðendur í Panama þurfa að sæta endurskoðun ef þeirra er getið í skjölunum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Brasilíu, Alessandri Milin, tilkynnti í gær að hann myndi koma til með að óska eftir að lögregla muni rannsaka aflandsstarfsemi fjármálaráðherrans Paulo Guedes, og seðlabankastjórans Roberto Campos Neto. Í Srí Lanka sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að nefnd sem rannsakar ásakanir um mútur eða spillingu þurfi að kanna þá aðila sem fram koma í skjölunum. Nirupama Rajapaksa, fyrrverandi ráðherra, er einn af fjölmörgum stjórnmálamönnum í landinu sem koma fram í skjölunum. Spænsk skattyfirvöld hafa tilkynnt að þau muni rannsaka mögulega glæpi einstaklinga sem koma fram í skjölunum. Slíkt hið sama verður gert í Mexíkó. Áströlsk yfirvöld munu einnig rannsaka hvort upp komi tengsl við Ástrali í skjölunum. Nokkrir hátt settir einstaklingar sem finna má í skjölunum hafa svarað fyrir sig og má þar til að mynda nefna fjármálaráðherra Hollands, Wopke Hoeksta, fjármálaráðherra Pakistan, Shaukat Tarin, og fyrrum forseta Panama, Ricardo Martinelli. There's also been reactions, and some commitments made, by officials in Jordan, Australia, Sri Lanka, Mexico, Spain, Brazil and Panama.More on the swift fallout to emerge following the first day of #PandoraPapers revelations here: https://t.co/jYBTX0kJb5— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Tékkland Pakistan Panama Brasilía Srí Lanka Pandóruskjölin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt á vef alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, hafa stjórnvöld í Pakistan, Mexíkó, Brasilíu, Sri Lanka, Ástralíu, Panama, Tékklandi og á Spáni lofað því að hefja rannsókn á fjármálaumsvifum hátt settra aðila þar í landi. Pandóruskjölin, stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, afhjúpuðu leynileg auðæfi margs valdamesta fólks heims. Í gögnunum má finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Meðal þeirra sem koma fram í skjölunum er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, og Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands. The #PandoraPapers is the most expansive leak of tax haven files in history and reveals the secret offshore holdings of more than 300 politicians and public officials from more than 90 countries and territories.Here's a look at the Power Players https://t.co/i58Toe7OEi pic.twitter.com/45wsF9gwDK— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Yfirvöld í Tékklandi greindu frá því fyrr í dag að þau kæmu til með að rannsaka forsætisráðherrann, sem stendur nú í miðri kosningabaráttu og leyndi því að hann ætti ríflega 2,8 milljarða króna sveitasetur. Þá muni yfirvöld rannsaka alla aðra tékkneska ríkisborgara sem fram koma í skjölunum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, greindi frá því í gær að yfirvöld myndu rannsaka alla þá sem fram komu í skjölunum. Meðal þeirra sem komu fram í skjölunum voru aðilar úr innsta hring Khan, þar á meðal fjármálaráðherra hans. Í Panama verður komið á eftirliti með þjónustuaðilum sem koma fram í skjölunum, til að mynda lögfræðifyrirtækið Alcogal. Þá munu allir skattgreiðendur í Panama þurfa að sæta endurskoðun ef þeirra er getið í skjölunum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Brasilíu, Alessandri Milin, tilkynnti í gær að hann myndi koma til með að óska eftir að lögregla muni rannsaka aflandsstarfsemi fjármálaráðherrans Paulo Guedes, og seðlabankastjórans Roberto Campos Neto. Í Srí Lanka sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að nefnd sem rannsakar ásakanir um mútur eða spillingu þurfi að kanna þá aðila sem fram koma í skjölunum. Nirupama Rajapaksa, fyrrverandi ráðherra, er einn af fjölmörgum stjórnmálamönnum í landinu sem koma fram í skjölunum. Spænsk skattyfirvöld hafa tilkynnt að þau muni rannsaka mögulega glæpi einstaklinga sem koma fram í skjölunum. Slíkt hið sama verður gert í Mexíkó. Áströlsk yfirvöld munu einnig rannsaka hvort upp komi tengsl við Ástrali í skjölunum. Nokkrir hátt settir einstaklingar sem finna má í skjölunum hafa svarað fyrir sig og má þar til að mynda nefna fjármálaráðherra Hollands, Wopke Hoeksta, fjármálaráðherra Pakistan, Shaukat Tarin, og fyrrum forseta Panama, Ricardo Martinelli. There's also been reactions, and some commitments made, by officials in Jordan, Australia, Sri Lanka, Mexico, Spain, Brazil and Panama.More on the swift fallout to emerge following the first day of #PandoraPapers revelations here: https://t.co/jYBTX0kJb5— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021
Tékkland Pakistan Panama Brasilía Srí Lanka Pandóruskjölin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira