90 ára og stendur á haus alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. október 2021 20:03 Óskar Hafsteinn stendur á haus nær daglega inn í svefnherbergi hjá sér, oftast í 4 til 5 mínútur í senn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar Hafsteinn Ólafsson, níræður íbúi á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að halda sér í góðu formi. Einn hluti af því er að standa á haus í fjórar til fimm mínútur alla morgna. Óskar Hafsteinn og kona hans, Margrét Steina Gunnarsdóttir búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfossi. Óskar varð 90 ára 23. september síðastliðinn en hann er fyrrverandi kennari og aðstoðarskólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar er mjög duglegur að hreyfa sig, hann fer til dæmis í sund á hverjum degi, fer mikið á gönguskíði á veturna og stundar aðra útivist. Æfingar hans í svefnherberginu vekja hins vegar hvað mesta athygli því þar fer hann nánast daglega og stendur á haus í nokkrar mínútur. „Það er ekkert mál að standa á haus, mér finnst það ekkert merkilegt, enda hef ég gert þetta frá því að ég var strákur í Fagradal í Mýrdal, ásamt þremur öðrum strákum. Okkur þótti þetta svo merkilegt að þegar við heyrðum í bíl, þegar við vorum til dæmis að raka eða í einhverjum störfum, þá fleygðum við frá okkur hrífunni og stóðum á haus á meðan bílinn fór fram hjá. Og það gladdi okkur mjög þegar við heyrðum það þegar að fólk, sem hafði verið á ferð úr Reykjavík að það hafi verið að tala um það, „Hvernig er það með þessa stráka í Fagradal, standa þeir allan daginn á haus,““ segir Óskar Hafsteinn þegar hann rifjar upp sveitaárin í Fagradal. Óskar segir það gera sér mjög gott að standa á haus. „Já, ég tel það auka blóðstreymi um líkamann og maður hefur gott af þessu, þetta er góð hreyfing. Það er í mínum huga mjög mikilvægt fyrir eldra fólk að hreyfa sig eins og að ganga og synda eða hjóla, það er mjög nauðsynlegt.“ En hvað ætlar Óskar að standa á haus mörg ár í viðbót? „Það er bara eftir því hvað mér verða gefin mörg ár, á meðan ég tóri þá held ég þessu við." Óskar Hafsteinn og Margrét Steina búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfoss. Margrét stendur ekki á haus, hún lætur eiginmanninn alfarið um þá iðju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Óskar Hafsteinn og kona hans, Margrét Steina Gunnarsdóttir búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfossi. Óskar varð 90 ára 23. september síðastliðinn en hann er fyrrverandi kennari og aðstoðarskólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar er mjög duglegur að hreyfa sig, hann fer til dæmis í sund á hverjum degi, fer mikið á gönguskíði á veturna og stundar aðra útivist. Æfingar hans í svefnherberginu vekja hins vegar hvað mesta athygli því þar fer hann nánast daglega og stendur á haus í nokkrar mínútur. „Það er ekkert mál að standa á haus, mér finnst það ekkert merkilegt, enda hef ég gert þetta frá því að ég var strákur í Fagradal í Mýrdal, ásamt þremur öðrum strákum. Okkur þótti þetta svo merkilegt að þegar við heyrðum í bíl, þegar við vorum til dæmis að raka eða í einhverjum störfum, þá fleygðum við frá okkur hrífunni og stóðum á haus á meðan bílinn fór fram hjá. Og það gladdi okkur mjög þegar við heyrðum það þegar að fólk, sem hafði verið á ferð úr Reykjavík að það hafi verið að tala um það, „Hvernig er það með þessa stráka í Fagradal, standa þeir allan daginn á haus,““ segir Óskar Hafsteinn þegar hann rifjar upp sveitaárin í Fagradal. Óskar segir það gera sér mjög gott að standa á haus. „Já, ég tel það auka blóðstreymi um líkamann og maður hefur gott af þessu, þetta er góð hreyfing. Það er í mínum huga mjög mikilvægt fyrir eldra fólk að hreyfa sig eins og að ganga og synda eða hjóla, það er mjög nauðsynlegt.“ En hvað ætlar Óskar að standa á haus mörg ár í viðbót? „Það er bara eftir því hvað mér verða gefin mörg ár, á meðan ég tóri þá held ég þessu við." Óskar Hafsteinn og Margrét Steina búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfoss. Margrét stendur ekki á haus, hún lætur eiginmanninn alfarið um þá iðju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira