Innanhússbilun leiddi til þess að notendur Facebook, Instagram, Messenger og WhatsApp gátu ekki nýtt sér þjónustuna og urðu því að leita annarra leiða til að eiga í samskiptum við fólk.
Skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi tóku notendur samfélagsmiðlanna að taka eftir því að þeir væru farnir að virka á ný.
Facebook hefur nú greint frá því að miðheppnuð tilraun til að stilla netbeina (e. router) Facebook hafi valdið því að síðurnar og forritin lágu niðri í þetta langan tíma.
„Tæknilið okkar hefur komist að því að stillingarbreytingar á netbeinunum, sem samstilla netumferð, hafi valdið vandamálum sem leiddu til truflunar í miðlun,“ segir í bloggfærslu á vef Facebook.
Facebook hafði áður beðið notendur sína afsökunar á meðan unnið var að viðgerð. Líkt og aðrir þurftu starfsmenn Facebook að nýta sér einhvern samskiptamiðil samkeppnisaðilans á meðan unnið var að viðgerðinni, enda gátu tæknimennirnir ekki notast við eigin miðla að þessu sinni.
To the huge community of people and businesses around the world who depend on us: we're sorry. We ve been working hard to restore access to our apps and services and are happy to report they are coming back online now. Thank you for bearing with us.
— Facebook (@Facebook) October 4, 2021
Stofnandi Facebook-Mark Zuckerberg, bað notendur sömuleiðis afsökunar á þeirri röskun sem varð.
Málið hafði líka áhrif á mörkuðum en gengi Facebook féll um nærri fimm prósent á bandarískum mörkuðum í gær.
Facebook, Instagram, Messenger og WhatsApp lágu allir niðri milli klukkan 15:30 og um 22:00 í gær.
Hi and happy Monday
— Instagram (@instagram) October 4, 2021