Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. október 2021 08:11 Suðurnesjalína 1 er í dag eina línan sem flytur rafmagn til Suðurnesjanna. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. Þá hefur nefndin einnig tekið fyrir kærur fimm umhverfissamtaka á leyfisveitingar annarra sveitarfélaga á línuleiðinni, það er Grindavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ. Bæjarfélögin höfðu öll samþykkt framkvæmdaleyfin og úrskurðaði nefndin að öll leyfin skyldu standa, nema hjá Hafnarfirði. Þetta þýðir að Hafnarfjarðarbær og Vogar þurfa nú að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til afgreiðslu að nýju. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Vogar vilja línuna í jörð en Landsnet loftlínu Vogar hafa talað fyrir að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun hefur mælt með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst hins vegar leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Í tilkynningu frá Landsneti er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets að fyrirtækið hafi talið mikilvægt að kæra ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi til úrskurðarnefndarinnar þar sem úrskurðarnefndin hafi þá þegar til afgreiðslu kærur náttúruverndarsamtaka á framkvæmdaleyfum Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. „Nú liggur fyrir niðurstaða úrskurðarnefndarinnar og er ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfinu ógild og að Hafnarfjörður þarf að setja málið aftur á dagskrá. Málið er því aftur komið inn á borð Voga og Hafnarfjarðarbæjar. Við vonumst til hægt verði að afgreiða málin sem fyrst þannig að hægt verði að hefjast handa við byggingu Suðurnesjalínu 2,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Þörf á annarri línu Náttúruverndarsamtökin fimm sem kærðu leyfisveitingarnar eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Orkumál Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Umhverfismál Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Þá hefur nefndin einnig tekið fyrir kærur fimm umhverfissamtaka á leyfisveitingar annarra sveitarfélaga á línuleiðinni, það er Grindavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ. Bæjarfélögin höfðu öll samþykkt framkvæmdaleyfin og úrskurðaði nefndin að öll leyfin skyldu standa, nema hjá Hafnarfirði. Þetta þýðir að Hafnarfjarðarbær og Vogar þurfa nú að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til afgreiðslu að nýju. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Vogar vilja línuna í jörð en Landsnet loftlínu Vogar hafa talað fyrir að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun hefur mælt með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst hins vegar leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Í tilkynningu frá Landsneti er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets að fyrirtækið hafi talið mikilvægt að kæra ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi til úrskurðarnefndarinnar þar sem úrskurðarnefndin hafi þá þegar til afgreiðslu kærur náttúruverndarsamtaka á framkvæmdaleyfum Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. „Nú liggur fyrir niðurstaða úrskurðarnefndarinnar og er ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfinu ógild og að Hafnarfjörður þarf að setja málið aftur á dagskrá. Málið er því aftur komið inn á borð Voga og Hafnarfjarðarbæjar. Við vonumst til hægt verði að afgreiða málin sem fyrst þannig að hægt verði að hefjast handa við byggingu Suðurnesjalínu 2,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Þörf á annarri línu Náttúruverndarsamtökin fimm sem kærðu leyfisveitingarnar eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum.
Orkumál Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Umhverfismál Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels