Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 09:00 Sif Atladóttir hefur leikið 82 A-landsleiki og stefnir á sitt fjórða stórmót á EM í Englandi næsta sumar. vísir/bára Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar. Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“ Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“
Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira