Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 19:41 Ólafur Ragnar Grímsson segir mikið hafa breyst frá fyrsta þingi Hringborðs norðurslóða. Nú viðurkenni allar þjóðir loftslagsbreytingar af mannavöldum. Stöð 2/Arnar Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21
Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45