Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 19:41 Ólafur Ragnar Grímsson segir mikið hafa breyst frá fyrsta þingi Hringborðs norðurslóða. Nú viðurkenni allar þjóðir loftslagsbreytingar af mannavöldum. Stöð 2/Arnar Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21
Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45