Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 19:41 Ólafur Ragnar Grímsson segir mikið hafa breyst frá fyrsta þingi Hringborðs norðurslóða. Nú viðurkenni allar þjóðir loftslagsbreytingar af mannavöldum. Stöð 2/Arnar Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21
Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45