Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2021 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Arctic Circle, lofar heljarinnar fögnuði á ráðstefnunni sem fer fram í næstu viku. Vísir/Vilhelm Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. „Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
„Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41