„Er misskilningur lygi?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2021 12:40 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi og formaður nýsköpunarráðs borgarinnar. Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“ Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“
Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira