Arnór Atla mætir gamla félaginu sínu í Íslendingaslag í undanúrslitum HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 16:16 Arnór Atlason frá dögum sínum sem leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta. Getty/Christof Koepsel Danska félagið Álaborg Håndbold var án íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar í dag en var samt sem áður í litlum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistarakeppni félagsliða. Álaborg vann þá ellefu marka sigur á heimamönnum í Al Wehda, 38-27, en heimsmeistarakeppnin fer að þessu sinni fram í borginni Jeddah á vesturströnd Sádí Arabíu. Danska liðið var komið níu mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 19-10, og var með góð tök á leiknum allan tímann. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins og liðið varð danskur meistari undanfarin þrjú ár og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron Pálmarsson gekk til liðs við danska félagið frá Barcelona í sumar en hefur verið að glíma við meiðsli. It's a commanding win for Aalborg in the second-to-last 2021 IHF Men's #SuperGlobe quarter-final, taking the Danish side to their first appearance in the medal round pic.twitter.com/FR3cLIxOO0— International Handball Federation (@ihf_info) October 6, 2021 Sebastien Hein Barthold var markahæstur hjá Álaborg með átta mörk en Sven Jonas Samuelsson skoraði sjö mörk. Barthold skoraði öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum. Álaborgarliðið mætir þýska liðinu SC Magdeburg í undanúrslitaleiknum á morgun en þýska liðið vann sinn leik í átta liða úrslitunum fyrr í dag. Með liði SC Magdeburg spila einmitt íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Það verður því Íslendingaslagur í undanúrslitunum. Arnór mun þar líka mæta sínu gamla félagi en hann hóf atvinnumannaferil sinn á sínum tíma hjá liði Magdeburg árið 2004 og var þar til 2006 þegar hann fór til FCK í Danmörku. Handbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Álaborg vann þá ellefu marka sigur á heimamönnum í Al Wehda, 38-27, en heimsmeistarakeppnin fer að þessu sinni fram í borginni Jeddah á vesturströnd Sádí Arabíu. Danska liðið var komið níu mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 19-10, og var með góð tök á leiknum allan tímann. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins og liðið varð danskur meistari undanfarin þrjú ár og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron Pálmarsson gekk til liðs við danska félagið frá Barcelona í sumar en hefur verið að glíma við meiðsli. It's a commanding win for Aalborg in the second-to-last 2021 IHF Men's #SuperGlobe quarter-final, taking the Danish side to their first appearance in the medal round pic.twitter.com/FR3cLIxOO0— International Handball Federation (@ihf_info) October 6, 2021 Sebastien Hein Barthold var markahæstur hjá Álaborg með átta mörk en Sven Jonas Samuelsson skoraði sjö mörk. Barthold skoraði öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum. Álaborgarliðið mætir þýska liðinu SC Magdeburg í undanúrslitaleiknum á morgun en þýska liðið vann sinn leik í átta liða úrslitunum fyrr í dag. Með liði SC Magdeburg spila einmitt íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Það verður því Íslendingaslagur í undanúrslitunum. Arnór mun þar líka mæta sínu gamla félagi en hann hóf atvinnumannaferil sinn á sínum tíma hjá liði Magdeburg árið 2004 og var þar til 2006 þegar hann fór til FCK í Danmörku.
Handbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira