Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:31 Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman öðru sinni í dag og fór yfir valdheimildir sínar og verklag. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20
Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52
Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01
Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38