Mamma Mbappe „lekur“ fréttum af stráknum sínum í fjölmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 09:31 Kylian Mbappe veit ekki hvar hann spilar á næstu leiktíð en núverandi samningur hans við PSG rennur út í sumar. EPA-EFE/YOAN VALAT Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappe er kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um nýjan samning samkvæmt heimildum innst úr fjölskylduhringnum hans. Mbappe er að renna út á samning næsta sumar og Real Madrid hefur boðið háar upphæðir í hann þrátt fyrir að spænska stórliðið gæti fengið hann frítt næsta sumar. Mbappe hefur margoft talað um það að hann vilji fara til Real Madrid og það sé hans draumafélag. Eigendur PSG hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að missa þessa framtíðar risastjörnu fótboltans. Þar sem að samningur Mbappe rennur út í lok júní þá má hann gera samning við annað félag frá og með 1. janúar næstkomandi. Fayza Lamari, móðir Kylian Mbappe, lak fréttum af stráknum sínum, í viðtali við Le Parisien í dag. Hún segir að Kylian sé kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um að framlengja samninginn. Það fylgir líka sögunni að mamma hans er hans umboðsmaður. NEWS | Kylian Mbappe s mother has confirmed her son is in talks with #PSG over a new contract and that they are going well . More from @bosherLhttps://t.co/iiTHdptcof— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 6, 2021 „Við erum að ræða málin við PSG og allt gengur vel. Ég ræddi í gær við Leonardo [íþróttastjóra PSG]. Náum við samkomulagi? Eitt er á hreinu að hann mun gefa allt sitt allt til enda til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Fayza Lamari. Lamari segir að sonur sinn muni taka ákvörðun sem verður byggð á hans eigin hamingju. „Kylian þarf að vera hamingjusamur. Ef hann er leiður þá gæti hann sagt: Ég gefst upp,“ sagði áður en hún grínaðist aðeins með það: „Hann segir það oft en varðandi Kylian þá getur allt breyst hjá honum dag frá degi,“ sagði Fayza. Kylian Mbappe's mother says talks over a new PSG contract are 'going well', despite her son wanting to leave for Real Madrid last summer https://t.co/nkQl4oHRp5— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2021 Heimildir ESPN herma að PSG hafi hafnað tvö hundruð milljóna evra tilboði frá Real Madrid í Mbappe á lokadegi félagsskiptagluggans. Leonardo hefur talað um að að Real sé að sýna PSG mikið virðingaleysi með því að halda áfram eltingarleik sínum við leikmanninn þegar það er augljóst að franska félagið ætli ekki að selja hann. Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Sjá meira
Mbappe er að renna út á samning næsta sumar og Real Madrid hefur boðið háar upphæðir í hann þrátt fyrir að spænska stórliðið gæti fengið hann frítt næsta sumar. Mbappe hefur margoft talað um það að hann vilji fara til Real Madrid og það sé hans draumafélag. Eigendur PSG hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að missa þessa framtíðar risastjörnu fótboltans. Þar sem að samningur Mbappe rennur út í lok júní þá má hann gera samning við annað félag frá og með 1. janúar næstkomandi. Fayza Lamari, móðir Kylian Mbappe, lak fréttum af stráknum sínum, í viðtali við Le Parisien í dag. Hún segir að Kylian sé kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um að framlengja samninginn. Það fylgir líka sögunni að mamma hans er hans umboðsmaður. NEWS | Kylian Mbappe s mother has confirmed her son is in talks with #PSG over a new contract and that they are going well . More from @bosherLhttps://t.co/iiTHdptcof— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 6, 2021 „Við erum að ræða málin við PSG og allt gengur vel. Ég ræddi í gær við Leonardo [íþróttastjóra PSG]. Náum við samkomulagi? Eitt er á hreinu að hann mun gefa allt sitt allt til enda til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Fayza Lamari. Lamari segir að sonur sinn muni taka ákvörðun sem verður byggð á hans eigin hamingju. „Kylian þarf að vera hamingjusamur. Ef hann er leiður þá gæti hann sagt: Ég gefst upp,“ sagði áður en hún grínaðist aðeins með það: „Hann segir það oft en varðandi Kylian þá getur allt breyst hjá honum dag frá degi,“ sagði Fayza. Kylian Mbappe's mother says talks over a new PSG contract are 'going well', despite her son wanting to leave for Real Madrid last summer https://t.co/nkQl4oHRp5— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2021 Heimildir ESPN herma að PSG hafi hafnað tvö hundruð milljóna evra tilboði frá Real Madrid í Mbappe á lokadegi félagsskiptagluggans. Leonardo hefur talað um að að Real sé að sýna PSG mikið virðingaleysi með því að halda áfram eltingarleik sínum við leikmanninn þegar það er augljóst að franska félagið ætli ekki að selja hann.
Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Sjá meira