Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 13:54 Eitt af megin viðfangsefnum stjórnarflokkanna í viðræðum þeirra um áframhaldandi samstarf er að samræma loforð flokkanna fyrir kosningar og koma þeim heim og saman við ríkisfjármálin. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Í kosningastefnuskrám flokkanna fyrir kosningarnar á dögunum voru ýmsar hugmyndir um aukin útgjöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja ríkisstjórn ekki geta gert dramatískar breytingar á tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs með svo stuttum fyrirvara eins og hann orðaði það eftir stjórnarmyndunarfund á þriðjudag. „En góðu fréttirnar eru þær að við horfum fram á loðnuvertíð og það er margt sem bendir til að það verði góður hagvöxtur á næsta ári. Það mun lífga við tekjustofna ríkisins,“ segir Bjarni. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir m.a. lofað auknum útgjöldum til velferðar- og samgöngumála. Framsókn lofaði til að mynda 60 þúsund króna greiðslu í frístundastyrk til allra barna svo eitthvað sé nefnt. Bjarni Benediktsson segir að vinna verði á miklum halla á fjárlögum á næstu árum. Ef til vill þurfi því að tímasetja útgjaldafrek verkefni nýrrar ríkisstjórnar þannig að þeim verði ekki öllum hleypt af stað fremst á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Bjarni minnir á að það hafi myndast mikill halli á ríkissjóði í faraldrinum. Það verði talsvert verkefni næstu árin að ná aftur endum saman og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. „Það er mikil áskorun að gera það á sama tíma og menn vilja styrkja ákveðna innviði í landinu. Hvort sem það eru félagslegir eða efnislegir innviðir eins og vegakerfið og fjarskiptakerfið. Þetta er meðal þess sem við þurfum aðeins að ræða og verið að skoða. Í hverju þessar áskoranir liggja og hversu stórt verkefnið er,“ segir Bjarni. Eftir að stjórnarflokkarnir hafi náð saman um helstu verkefni komi að því að skoða hvernig næsta fjárlagaár geti litið út „Það getur vel verið að það henti betur stöðunni í hagkerfinu að tímasetja þetta mjög vandlega frekar en hafa þetta mjög framhlaðið. Sú umræða er öll eftir,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Í kosningastefnuskrám flokkanna fyrir kosningarnar á dögunum voru ýmsar hugmyndir um aukin útgjöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja ríkisstjórn ekki geta gert dramatískar breytingar á tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs með svo stuttum fyrirvara eins og hann orðaði það eftir stjórnarmyndunarfund á þriðjudag. „En góðu fréttirnar eru þær að við horfum fram á loðnuvertíð og það er margt sem bendir til að það verði góður hagvöxtur á næsta ári. Það mun lífga við tekjustofna ríkisins,“ segir Bjarni. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir m.a. lofað auknum útgjöldum til velferðar- og samgöngumála. Framsókn lofaði til að mynda 60 þúsund króna greiðslu í frístundastyrk til allra barna svo eitthvað sé nefnt. Bjarni Benediktsson segir að vinna verði á miklum halla á fjárlögum á næstu árum. Ef til vill þurfi því að tímasetja útgjaldafrek verkefni nýrrar ríkisstjórnar þannig að þeim verði ekki öllum hleypt af stað fremst á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Bjarni minnir á að það hafi myndast mikill halli á ríkissjóði í faraldrinum. Það verði talsvert verkefni næstu árin að ná aftur endum saman og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. „Það er mikil áskorun að gera það á sama tíma og menn vilja styrkja ákveðna innviði í landinu. Hvort sem það eru félagslegir eða efnislegir innviðir eins og vegakerfið og fjarskiptakerfið. Þetta er meðal þess sem við þurfum aðeins að ræða og verið að skoða. Í hverju þessar áskoranir liggja og hversu stórt verkefnið er,“ segir Bjarni. Eftir að stjórnarflokkarnir hafi náð saman um helstu verkefni komi að því að skoða hvernig næsta fjárlagaár geti litið út „Það getur vel verið að það henti betur stöðunni í hagkerfinu að tímasetja þetta mjög vandlega frekar en hafa þetta mjög framhlaðið. Sú umræða er öll eftir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20
Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47