Lokaþáttur Fyrsta bliksins: Mun ástin kvikna í kvöld? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. október 2021 08:50 Lokaþáttur stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 18:55 í kvöld. Sjöundi og jafnframt lokaþáttur stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið verður vægast sagt forvitnilegur, fyrir margar sakir. Hingað til hafa áhorfendur fengið að kynnast tólf pörum á öllum aldri og fylgjast með þeim þar sem þau eru leidd saman á blint stefnumót. Á einhverjum stefnumótum hafa neistar kviknað og á öðrum bara alls ekki. Eins og gengur og gerist í stefnumótaheiminum. Í kvöld hittast svo síðustu tvö pör þáttarins og verður spennandi að fylgjast með því hvernig kvöldið þróast. Par 1 Körfuboltaþjálfarinn og sjónvarpsmaðurinn Benedikt Rúnar Guðmundsson hittir fyrir lögfræðinemann og Liverpool aðdáanda númer eitt, Maríu Sjöfn Árnadóttur Benedikt Rúnar Guðmundsson er 48 ára körfuboltaþjálfari og sjónvarpsmaður. Bæði Benni og Mæja, eins og þau eru oftast kölluð, stíga hressilega út fyrir þægindaramma sinn með þátttökunni í Fyrsta blikinu en láta það þó ekki á sig fá og mæta galvösk til leiks. María Sjöfn Árnadóttir er 49 ára lögfræðingur og búsett í Reykjavík. Það mætti kannski segja að Mæja og Benni séu „allaf í boltanum“ en þau deila sameiginlegri ástríðu fyrir boltaíþróttum og það sem mestu máli skiptir, halda með sama liðinu í ensku deildinni. Það er aldrei hægt að sjá fyrir hvað gerist á blindum stefnumótum en án þessa að gefa eitthvað upp þá varð mögulega uppi fótur og fit á vissum tímapunkti. Par 2 Crossfit stjarnan og húmoristinn Helga Guðmundsdóttir hittir fyrir húsasmíðameistarann hógværa, Garðar Ólafsson. Helga Guðmundsdóttir er 46 ára Crossfit stjarna. Garðar og Helga eru kannski ólík í sér við fyrstu kynni en deila þó brennandi ástríðu fyrir útivist, hreyfingu og ferðalögum. Garðar Ólafsson er 54 ára og búsettur í Kópavogi. Það ætti enginn að láta þennan lokaþátt Fyrsta bliksins fram hjá sér fara og geta áhorfendur búið sig undir að kynnast afar skemmtilegum einstaklingum og upplifa hlátur, stress, spennu og... ...allskonar meira. Hægt er að sjá sýnishorn úr lokaþættinum hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsta blikið - Lokaþátturinn Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Tengdar fréttir Leitar að stjúppabba fyrir framan alþjóð Í síðasta þætti Fyrsta bliksins ákvað þáttarstjórnandinn Ása Ninna að koma móður sinni á blint stefnumót, og það í sjónvarpinu. 30. september 2021 20:57 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Sambandið algjör ástarbomba Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Hingað til hafa áhorfendur fengið að kynnast tólf pörum á öllum aldri og fylgjast með þeim þar sem þau eru leidd saman á blint stefnumót. Á einhverjum stefnumótum hafa neistar kviknað og á öðrum bara alls ekki. Eins og gengur og gerist í stefnumótaheiminum. Í kvöld hittast svo síðustu tvö pör þáttarins og verður spennandi að fylgjast með því hvernig kvöldið þróast. Par 1 Körfuboltaþjálfarinn og sjónvarpsmaðurinn Benedikt Rúnar Guðmundsson hittir fyrir lögfræðinemann og Liverpool aðdáanda númer eitt, Maríu Sjöfn Árnadóttur Benedikt Rúnar Guðmundsson er 48 ára körfuboltaþjálfari og sjónvarpsmaður. Bæði Benni og Mæja, eins og þau eru oftast kölluð, stíga hressilega út fyrir þægindaramma sinn með þátttökunni í Fyrsta blikinu en láta það þó ekki á sig fá og mæta galvösk til leiks. María Sjöfn Árnadóttir er 49 ára lögfræðingur og búsett í Reykjavík. Það mætti kannski segja að Mæja og Benni séu „allaf í boltanum“ en þau deila sameiginlegri ástríðu fyrir boltaíþróttum og það sem mestu máli skiptir, halda með sama liðinu í ensku deildinni. Það er aldrei hægt að sjá fyrir hvað gerist á blindum stefnumótum en án þessa að gefa eitthvað upp þá varð mögulega uppi fótur og fit á vissum tímapunkti. Par 2 Crossfit stjarnan og húmoristinn Helga Guðmundsdóttir hittir fyrir húsasmíðameistarann hógværa, Garðar Ólafsson. Helga Guðmundsdóttir er 46 ára Crossfit stjarna. Garðar og Helga eru kannski ólík í sér við fyrstu kynni en deila þó brennandi ástríðu fyrir útivist, hreyfingu og ferðalögum. Garðar Ólafsson er 54 ára og búsettur í Kópavogi. Það ætti enginn að láta þennan lokaþátt Fyrsta bliksins fram hjá sér fara og geta áhorfendur búið sig undir að kynnast afar skemmtilegum einstaklingum og upplifa hlátur, stress, spennu og... ...allskonar meira. Hægt er að sjá sýnishorn úr lokaþættinum hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsta blikið - Lokaþátturinn Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Tengdar fréttir Leitar að stjúppabba fyrir framan alþjóð Í síðasta þætti Fyrsta bliksins ákvað þáttarstjórnandinn Ása Ninna að koma móður sinni á blint stefnumót, og það í sjónvarpinu. 30. september 2021 20:57 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Sambandið algjör ástarbomba Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Leitar að stjúppabba fyrir framan alþjóð Í síðasta þætti Fyrsta bliksins ákvað þáttarstjórnandinn Ása Ninna að koma móður sinni á blint stefnumót, og það í sjónvarpinu. 30. september 2021 20:57