Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Snorri Másson skrifar 8. október 2021 11:41 Af kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru þeir sem langmest traust hafa á niðurstöðum nýafstaðinna þingkosninga. Vísir/Vilhelm Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 30 prósent fólks treystir niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þessar niðurstöður ekki mjög alvarlegar og bendir á að mikill meirihluti landsmanna treysti kosningunum. „Mér sýnist þessar niðurstöður vera að segja okkur að það er þessi tiltekna kosning sem fólk er að hafa svolitlar efasemdir um frekar heldur en ferilinn almennt. En auðvitað er það þannig að það þarf að fara rækilega yfir það sem gerðist og laga þá hnökra sem opinberuðust þarna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Maskína Könnunin er framkvæmd af Maskínu, en þetta er í fyrsta sinn sem Maskína mælir sérstaklega traust á niðurstöðum kosninga, þannig að ekki liggur alveg fyrir hve laskað traustið er eftir kosningarnar nú. „Íslendingar hafa almennt treyst niðurstöðum kosninga en það hefur hins vegar verið að gerast um víða veröld að svona vantraust er að aukast í þjóðfélögum. Samsvarandi niðurstöður og við erum að sjá í þessari könnun eru ekki mjög óalgengar í bara venjulegum könnunum í löndunum í kringum okkur eins og til að mynda í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Frambjóðendur sem kært hafa kosninguna hafa lýst yfir áhyggjum af því að þingmenn sitjandi ríkisstjórnar, sem gerir sig um þessar mundir líklega til að halda áfram samstarfinu, hafi meirihluta í þeirri nefnd sem á endanum sker úr um lögmæti kosninganna. Af niðurstöðum könnunar Maskínu að dæma er mikill munur á trausti fólks til kosninganna eftir því hvaða flokk það kaus. Þannig mælist langmest traust hjá sjálfstæðismönnum, langt yfir meðallagi, og þar á eftir hjá framsóknarmönnum. Mest vantraust mælist hjá Pírötum og Sósíalistum, minna en hjá þeim sem kusu ekki. Maskína Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
30 prósent fólks treystir niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þessar niðurstöður ekki mjög alvarlegar og bendir á að mikill meirihluti landsmanna treysti kosningunum. „Mér sýnist þessar niðurstöður vera að segja okkur að það er þessi tiltekna kosning sem fólk er að hafa svolitlar efasemdir um frekar heldur en ferilinn almennt. En auðvitað er það þannig að það þarf að fara rækilega yfir það sem gerðist og laga þá hnökra sem opinberuðust þarna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Maskína Könnunin er framkvæmd af Maskínu, en þetta er í fyrsta sinn sem Maskína mælir sérstaklega traust á niðurstöðum kosninga, þannig að ekki liggur alveg fyrir hve laskað traustið er eftir kosningarnar nú. „Íslendingar hafa almennt treyst niðurstöðum kosninga en það hefur hins vegar verið að gerast um víða veröld að svona vantraust er að aukast í þjóðfélögum. Samsvarandi niðurstöður og við erum að sjá í þessari könnun eru ekki mjög óalgengar í bara venjulegum könnunum í löndunum í kringum okkur eins og til að mynda í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Frambjóðendur sem kært hafa kosninguna hafa lýst yfir áhyggjum af því að þingmenn sitjandi ríkisstjórnar, sem gerir sig um þessar mundir líklega til að halda áfram samstarfinu, hafi meirihluta í þeirri nefnd sem á endanum sker úr um lögmæti kosninganna. Af niðurstöðum könnunar Maskínu að dæma er mikill munur á trausti fólks til kosninganna eftir því hvaða flokk það kaus. Þannig mælist langmest traust hjá sjálfstæðismönnum, langt yfir meðallagi, og þar á eftir hjá framsóknarmönnum. Mest vantraust mælist hjá Pírötum og Sósíalistum, minna en hjá þeim sem kusu ekki. Maskína
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31