Krafðist bóta eftir að hafa ekið á götusóp undir áhrifum áfengis og vímuefna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 20:00 Á myndinni má sjá götusópara að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Myndin er fengin af vef Reykjavíkurborgar Tryggingarfélagið Sjóvá lagði ökumann í dómsmáli þar sem einstaklingur krafðist skaðabóta fyrir líkamstjón sem hann varð fyrir eftir að hafa ekið aftan á götusóp í Reykjavík. Slysið átti sér stað snemma morguns í aprílmánuði árið 2017. Jeppabifreið mannsins hafnaði aftan á götusópnum á miklum hraða og fékk bílstjóri jeppans þungt höfuðhögg og höfuðáverka. Nef hans brotnaði, hann fékk skurði og áverka á líkama auk margvíslegra heilsufarsvandamála sem rekja má til slyssins. Ökumaður götusópsins virðist hafa sloppið vel en í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa ekið götusópnum á þriggja kílómetra hraða þegar ekið var aftan á hann. Hann hafi þá séð í baksýnisspeglinum þar sem jeppabifreið kom akandi á vinstra afturhornið á götusópnum. Ökumaður götusópsins sagði jeppann hafa verið „alveg í köku“ og að ökumaðurinn hafi verið alblóðugur í framan. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum bótum fyrir líkamstjón. Ökumaður jeppans undi niðurstöðu héraðsdóms en tryggingarfélagið áfrýjaði til Landsréttar. Fyrir Landsrétti var ágreiningsmálið því aðeins hvort Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum skaðabótum fyrir líkamstjón ökumannsins. Landsréttur tekur undir sjónarmið Sjóvár og telur að slysið megi rekja til ástands ökumannsins en hann mældist með mikið magn áfengis, kókaíns og amfetamíns í blóði. Ekki hafi bent til annars en að slysið mætti rekja til en ölvunar- og vímuástands ökumanns jeppabifreiðarinnar. Hann var talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með háttseminni. Greiðsluskylda tryggingarfélagsins féll því niður og Sjóvá þurfti þar af leiðandi ekki að greiða manninum bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökutækisins. Upphaflega kom fram að ökumaður jeppabifreiðarinnar hafi krafist fullra skaðabóta fyrir líkamstjón. Hið rétta er að hann hafi farið fram á fullar bætur fyrir héraðsdómi en krafist viðurkenningar á þriðjungi skaðabóta fyrir Landsrétti. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Slysið átti sér stað snemma morguns í aprílmánuði árið 2017. Jeppabifreið mannsins hafnaði aftan á götusópnum á miklum hraða og fékk bílstjóri jeppans þungt höfuðhögg og höfuðáverka. Nef hans brotnaði, hann fékk skurði og áverka á líkama auk margvíslegra heilsufarsvandamála sem rekja má til slyssins. Ökumaður götusópsins virðist hafa sloppið vel en í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa ekið götusópnum á þriggja kílómetra hraða þegar ekið var aftan á hann. Hann hafi þá séð í baksýnisspeglinum þar sem jeppabifreið kom akandi á vinstra afturhornið á götusópnum. Ökumaður götusópsins sagði jeppann hafa verið „alveg í köku“ og að ökumaðurinn hafi verið alblóðugur í framan. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum bótum fyrir líkamstjón. Ökumaður jeppans undi niðurstöðu héraðsdóms en tryggingarfélagið áfrýjaði til Landsréttar. Fyrir Landsrétti var ágreiningsmálið því aðeins hvort Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum skaðabótum fyrir líkamstjón ökumannsins. Landsréttur tekur undir sjónarmið Sjóvár og telur að slysið megi rekja til ástands ökumannsins en hann mældist með mikið magn áfengis, kókaíns og amfetamíns í blóði. Ekki hafi bent til annars en að slysið mætti rekja til en ölvunar- og vímuástands ökumanns jeppabifreiðarinnar. Hann var talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með háttseminni. Greiðsluskylda tryggingarfélagsins féll því niður og Sjóvá þurfti þar af leiðandi ekki að greiða manninum bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökutækisins. Upphaflega kom fram að ökumaður jeppabifreiðarinnar hafi krafist fullra skaðabóta fyrir líkamstjón. Hið rétta er að hann hafi farið fram á fullar bætur fyrir héraðsdómi en krafist viðurkenningar á þriðjungi skaðabóta fyrir Landsrétti. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira