Courtois gagnrýndi UEFA og FIFA fyrir græðgina: Við erum ekki vélmenni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 11:31 Belgarnir Jan Vertonghen, Thibaut Courtois, Hans Vanaken og Timothy Castagne stilla sér upp fyrir leikinn um þriðja sætið í Þjóðadeildinni. Getty/Chris Ricco Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að öllum sé sama um heilsu og vellíðan leikmannanna sjálfra. Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois. HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois.
HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira