Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. október 2021 15:00 Bryndís Schram bar vitni fyrir dómi í dag í aðalmeðferðinni. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. Viðstödd kvöldverðinn voru Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld en mæðgurnar segja Jón Baldvin hafa káfað á Carmen. „Þetta hefði þá verið í fyrsta skipti á ævinni sem ég hefði orðið vör við það að maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að strjúka annarri konu,“ sagði Bryndís fyrir dómi í dag. Hún lýsti síðan kvöldinu og aðdraganda þess. Þau hefðu sest niður við matarboðið og hún haldið stutta ræðu til að bjóða alla velkomna. Jón Baldvin Hannibalsson ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm „Ég hafði ekki sleppt orðinu þegar Laufey [móðir Carmenar] bara: „Jón Baldvin, nú skalt þú biðjast afsökunar. Þú káfaðir á dóttur minni. Ég er búinn að heyra margar sögur um þig, þú ert ógeðslegur“,“ hermdi Bryndís eftir Laufeyju. Hún segist hafa verið í svo „æðislega góðu skapi“ eftir daginn og með að vera komin með þessa gesti í hús sitt. Þetta hafi því komið alveg flatt upp á hana. Þær Aldís Schram, Margrét Schram og Elísabet Þorgeirsdóttir mættu til að fylgjast með málinu í dag. Margrét og Elísabet hafa stutt Aldísi í málum hennar gegn föður sínum Jóni Baldvini, sem hún hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér.vísir/vilhelm Orðin eins og umskiptingur „Allt í einu var hún bara umsnúin,“ sagði Bryndís. „Hún hafði líka sagt mér að hún væri fárveik, með einhverja grindargliðnun eða eitthvað,“ hélt hún áfram og sagði Laufeyju hafa verið á sterkum lyfjum sem hún hafi ekki mátt drekka ofan í. „Ég fattaði það ekki strax en auðvitað var hún búin að drekka frá sér allt vit.“ „Hún jós bara yfir okkur fúkyrðunum,“ sagði Bryndís og þegar hér var komið sögu í vitnisburði hennar hafði hún hækkað róminn mjög og var við það að bresta í grát. „Og ég bara skildi þetta ekki. Þetta var svo falleg stelpa sem ég hafði kynnst á Ísafirði og var nú bara eins og umskiptingur.“ Þeim hjónum og nágrannakonu þeirra ber saman um að Laufey hafi sakað Jón um að hafa káfað á dóttur sinni stuttu eftir að þau höfðu sest til borðs. Þau þvertaka fyrir að Carmen hafi á einhverjum tímapunkti fram að því staðið upp til að hella víni í glös. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall, ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar sem hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Viðstödd kvöldverðinn voru Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld en mæðgurnar segja Jón Baldvin hafa káfað á Carmen. „Þetta hefði þá verið í fyrsta skipti á ævinni sem ég hefði orðið vör við það að maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að strjúka annarri konu,“ sagði Bryndís fyrir dómi í dag. Hún lýsti síðan kvöldinu og aðdraganda þess. Þau hefðu sest niður við matarboðið og hún haldið stutta ræðu til að bjóða alla velkomna. Jón Baldvin Hannibalsson ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm „Ég hafði ekki sleppt orðinu þegar Laufey [móðir Carmenar] bara: „Jón Baldvin, nú skalt þú biðjast afsökunar. Þú káfaðir á dóttur minni. Ég er búinn að heyra margar sögur um þig, þú ert ógeðslegur“,“ hermdi Bryndís eftir Laufeyju. Hún segist hafa verið í svo „æðislega góðu skapi“ eftir daginn og með að vera komin með þessa gesti í hús sitt. Þetta hafi því komið alveg flatt upp á hana. Þær Aldís Schram, Margrét Schram og Elísabet Þorgeirsdóttir mættu til að fylgjast með málinu í dag. Margrét og Elísabet hafa stutt Aldísi í málum hennar gegn föður sínum Jóni Baldvini, sem hún hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér.vísir/vilhelm Orðin eins og umskiptingur „Allt í einu var hún bara umsnúin,“ sagði Bryndís. „Hún hafði líka sagt mér að hún væri fárveik, með einhverja grindargliðnun eða eitthvað,“ hélt hún áfram og sagði Laufeyju hafa verið á sterkum lyfjum sem hún hafi ekki mátt drekka ofan í. „Ég fattaði það ekki strax en auðvitað var hún búin að drekka frá sér allt vit.“ „Hún jós bara yfir okkur fúkyrðunum,“ sagði Bryndís og þegar hér var komið sögu í vitnisburði hennar hafði hún hækkað róminn mjög og var við það að bresta í grát. „Og ég bara skildi þetta ekki. Þetta var svo falleg stelpa sem ég hafði kynnst á Ísafirði og var nú bara eins og umskiptingur.“ Þeim hjónum og nágrannakonu þeirra ber saman um að Laufey hafi sakað Jón um að hafa káfað á dóttur sinni stuttu eftir að þau höfðu sest til borðs. Þau þvertaka fyrir að Carmen hafi á einhverjum tímapunkti fram að því staðið upp til að hella víni í glös. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall, ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar sem hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira