Þörf á „nýju Breiðholti“ til að leysa vandann Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2021 11:34 Hér má sjá loftmynd af Breiðholts-hverfi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir að húsnæðismálin verði þungamiðja komandi kjarabaráttu. Neyðarástand blasi við ef húsnæðisþörfinni verður ekki mætt, sem nemi nýju Breiðholti að hans mati. Í síðustu kjaraviðræðum var lagt upp með að lækka lifikostnað launamanna með því að berjast fyrir vaxtalækkun og lækkun á leigukostnað. Vextir hafa lækkað en fólk á húsaleigumarkaði hefur staðið eftir að mati formanns VR. „Ný húsaleigulög til að stórauka vernd þeirra sem eru á leigumarkaði náðust ekki í gegn. Sömuleiðis húsnæðisliðurinn í vísitölunni og þrengja að verðtryggðu lánunum. Þetta eru allt hlutir sem náðust ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VRVísir/Vilhelm Hann segir sveitarfélögin ekki hafa staðið sig við að fjölga íbúðum. Ástandið á húsnæðismarkaðinum sé orðið skelfilegt og eigi bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt borgaryfirvöldin harðlega fyrir að standa sig ekki við að fjölga íbúðum. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í ástandið á húsnæðimarkaðinum í borginni. Ragnar fagnar stuðningi mótaðila sinna, og vísar þar í orð Sigurður Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að húsnæðismálin yrðu stór hluti af komandi kjarabaráttu. „Það mun lenda mjög líklega á verkalýðshreyfingunni að fara í átak í þessum efnum. Ég vona að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld og sveitarfélög taki höndum saman og fari í þjóðarátak í uppbyggingu á húsnæði. Og við þurfum ekkert minna en nýtt Breiðholt eins og það var byggt upp á sínum tíma. Það vantar bara það mikið,“ segir Ragnar. Mannvirkajstofnun segir þörf fyrir 3.500 nýjar íbúðir á ári, en samkvæmt þeirri spá þyrfti að reisa 17.500 íbúðir á næstu fimm árum. Ragnar vill koma Íslendingum í sambærileg kjör og íbúar Norðurlandanna búa við þegar kemur að vaxtastigi, stórauka leiguvernd og að stórauka framboð á húsnæði. „Við höfum verið að þrýsta á aðila að hefja viðræður nú strax. Við megum engan tíma missa og höfum engan tíma í sjálfum sér. Skaðinn er að mörgu leyti skeður.“ Húsnæðismál Kjaramál Seðlabankinn Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í síðustu kjaraviðræðum var lagt upp með að lækka lifikostnað launamanna með því að berjast fyrir vaxtalækkun og lækkun á leigukostnað. Vextir hafa lækkað en fólk á húsaleigumarkaði hefur staðið eftir að mati formanns VR. „Ný húsaleigulög til að stórauka vernd þeirra sem eru á leigumarkaði náðust ekki í gegn. Sömuleiðis húsnæðisliðurinn í vísitölunni og þrengja að verðtryggðu lánunum. Þetta eru allt hlutir sem náðust ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VRVísir/Vilhelm Hann segir sveitarfélögin ekki hafa staðið sig við að fjölga íbúðum. Ástandið á húsnæðismarkaðinum sé orðið skelfilegt og eigi bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt borgaryfirvöldin harðlega fyrir að standa sig ekki við að fjölga íbúðum. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í ástandið á húsnæðimarkaðinum í borginni. Ragnar fagnar stuðningi mótaðila sinna, og vísar þar í orð Sigurður Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að húsnæðismálin yrðu stór hluti af komandi kjarabaráttu. „Það mun lenda mjög líklega á verkalýðshreyfingunni að fara í átak í þessum efnum. Ég vona að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld og sveitarfélög taki höndum saman og fari í þjóðarátak í uppbyggingu á húsnæði. Og við þurfum ekkert minna en nýtt Breiðholt eins og það var byggt upp á sínum tíma. Það vantar bara það mikið,“ segir Ragnar. Mannvirkajstofnun segir þörf fyrir 3.500 nýjar íbúðir á ári, en samkvæmt þeirri spá þyrfti að reisa 17.500 íbúðir á næstu fimm árum. Ragnar vill koma Íslendingum í sambærileg kjör og íbúar Norðurlandanna búa við þegar kemur að vaxtastigi, stórauka leiguvernd og að stórauka framboð á húsnæði. „Við höfum verið að þrýsta á aðila að hefja viðræður nú strax. Við megum engan tíma missa og höfum engan tíma í sjálfum sér. Skaðinn er að mörgu leyti skeður.“
Húsnæðismál Kjaramál Seðlabankinn Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira