Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 13:33 Tæp sextíu prósent vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. Enginn annar formaður flokks komst með tærnar þar sem Katrín hefur hælana samkvæmt könnuninni, sem fór fram dagana 27. september til 7. október og 946 tóku þátt í. Lang flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra.Maskína Svarendum bauðst að velja milli átta formanna: Katrínar Jakobsdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsókarflokksins, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, í Pírötum, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnlaugsdóttur, formanns Viðreisnar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Eins og áður segir vilja tæplega 60 prósent að Katrín verði áfram forsætisráðherra, eða 57,6 prósent. Næst á eftir henni kemur Sigurður Ingi, en 9,8 prósent svarenda vildu fá hann sem næsta forsætisráðherra. 7,6 prósent vilja Bjarna Benediktsson, 6,3 prósent vilja Þórhildi Sunnu og 5,4 prósent vilja Loga Einarsson. Næst á eftir kemur Þorgerður Katrín, sem 5,0 prósent svarenda völdu. Þar á eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 3,0 prósent svarenda á bak við sig, og Inga Sæland rekur lestina með 2,9 prósent. Hér má sjá breytingar á því hvern fólk vill helst sem næsta forsætisráðherra milli tímabila. Fyrstu niðurstöður eru frá því í desember á síðasta ári, næstu frá í maí 2021, svo síðan í september og svo nýjustu niðurstöður.Maskína Þetta er talsverð breyting frá fyrri skoðanakönnunum Maskínu en Katrín hefur bætt verulega við sig stuðningi. Í síðustu könnun, sem var gerð í byrjun september, sögðust 26 prósent svarenda vilja að hún héldi áfram sem forsætisráðherra. Örlitlar breytingar hafa orðið hjá öðrum leiðtogum flokkanna, mest kannski hjá Bjarna Benediktssyni en 13,3 prósent vildu að hann yrði næsti forsætisráðherra í byrjun september, en aðeins 7,6 prósent nú. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Enginn annar formaður flokks komst með tærnar þar sem Katrín hefur hælana samkvæmt könnuninni, sem fór fram dagana 27. september til 7. október og 946 tóku þátt í. Lang flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra.Maskína Svarendum bauðst að velja milli átta formanna: Katrínar Jakobsdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsókarflokksins, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, í Pírötum, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnlaugsdóttur, formanns Viðreisnar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Eins og áður segir vilja tæplega 60 prósent að Katrín verði áfram forsætisráðherra, eða 57,6 prósent. Næst á eftir henni kemur Sigurður Ingi, en 9,8 prósent svarenda vildu fá hann sem næsta forsætisráðherra. 7,6 prósent vilja Bjarna Benediktsson, 6,3 prósent vilja Þórhildi Sunnu og 5,4 prósent vilja Loga Einarsson. Næst á eftir kemur Þorgerður Katrín, sem 5,0 prósent svarenda völdu. Þar á eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 3,0 prósent svarenda á bak við sig, og Inga Sæland rekur lestina með 2,9 prósent. Hér má sjá breytingar á því hvern fólk vill helst sem næsta forsætisráðherra milli tímabila. Fyrstu niðurstöður eru frá því í desember á síðasta ári, næstu frá í maí 2021, svo síðan í september og svo nýjustu niðurstöður.Maskína Þetta er talsverð breyting frá fyrri skoðanakönnunum Maskínu en Katrín hefur bætt verulega við sig stuðningi. Í síðustu könnun, sem var gerð í byrjun september, sögðust 26 prósent svarenda vilja að hún héldi áfram sem forsætisráðherra. Örlitlar breytingar hafa orðið hjá öðrum leiðtogum flokkanna, mest kannski hjá Bjarna Benediktssyni en 13,3 prósent vildu að hann yrði næsti forsætisráðherra í byrjun september, en aðeins 7,6 prósent nú.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira