Segist hafa misskilið að Erna vildi í flokkinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2021 14:00 Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vísir Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins segist ekki hafa ætlað að fylgja Birgi Þórarinssyni í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi oftúlkað orð hennar um það. Tilkynningu þar sem Erna var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn var breytt rétt fyrir hádegi. Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á heimasíðu sinni á laugardag og í Facebook-deilingu flokksins í Suðurkjördæmi að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Tilkynningin var á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í morgun. Erna tilkynnti hins vegar í morgun í Bítinu á Bylgjunni að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið leiðrétt á heimasíðunni rétt fyrir hádegi. Aðspurður um hvernig þetta hafi komið til segir Ingvar að þetta hafi verið misskilningur, Erna eins og aðrir þurfi svo að eiga við sína samvisku hvernig hún hagi störfum sínum fyrir Alþingi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins tilkynnti á laugardag að hann hefði gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Fram kom í fjölmiðlum að varaþingmaður hans Erna hefði stutt vistaskiptin. Þá svaraði Birgir því í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun vegna umræðunnar. Erna segir að málið sé byggt á oftúlkun og misskilningi. Aðspurð um hvort það hafi komið upp að hún fylgdi Birgi segir Erna. „Það kom auðvitað allt til tals. Það myndast auðvitað traust milli fólks sem vinnur lengi saman. En ég verð hins vegar að fylgja minni sannfæringu,“ segir Erna Hún segir hins vegar að hann hafi misskilið að hún hafi ætlað að fylgja honum í flokkinn. „Ég tel að hann hafi tekið of sterkt til orða í því. Og hafi ég gefið eitthvað slíkt í skin þá er ég auðvitað frjáls kona að standa með minni sannfæringu þegar ég er búin að gefa mér tíma til að fara yfir spilin,“ segir Erna. Aðspurð um hvaðan misskilningurinn komi þar sem hún var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn svarar Erna: „Hann hlýtur að vera kominn frá Birgi.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á heimasíðu sinni á laugardag og í Facebook-deilingu flokksins í Suðurkjördæmi að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Tilkynningin var á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í morgun. Erna tilkynnti hins vegar í morgun í Bítinu á Bylgjunni að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið leiðrétt á heimasíðunni rétt fyrir hádegi. Aðspurður um hvernig þetta hafi komið til segir Ingvar að þetta hafi verið misskilningur, Erna eins og aðrir þurfi svo að eiga við sína samvisku hvernig hún hagi störfum sínum fyrir Alþingi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins tilkynnti á laugardag að hann hefði gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Fram kom í fjölmiðlum að varaþingmaður hans Erna hefði stutt vistaskiptin. Þá svaraði Birgir því í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun vegna umræðunnar. Erna segir að málið sé byggt á oftúlkun og misskilningi. Aðspurð um hvort það hafi komið upp að hún fylgdi Birgi segir Erna. „Það kom auðvitað allt til tals. Það myndast auðvitað traust milli fólks sem vinnur lengi saman. En ég verð hins vegar að fylgja minni sannfæringu,“ segir Erna Hún segir hins vegar að hann hafi misskilið að hún hafi ætlað að fylgja honum í flokkinn. „Ég tel að hann hafi tekið of sterkt til orða í því. Og hafi ég gefið eitthvað slíkt í skin þá er ég auðvitað frjáls kona að standa með minni sannfæringu þegar ég er búin að gefa mér tíma til að fara yfir spilin,“ segir Erna. Aðspurð um hvaðan misskilningurinn komi þar sem hún var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn svarar Erna: „Hann hlýtur að vera kominn frá Birgi.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira