Segist hafa misskilið að Erna vildi í flokkinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2021 14:00 Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vísir Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins segist ekki hafa ætlað að fylgja Birgi Þórarinssyni í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi oftúlkað orð hennar um það. Tilkynningu þar sem Erna var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn var breytt rétt fyrir hádegi. Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á heimasíðu sinni á laugardag og í Facebook-deilingu flokksins í Suðurkjördæmi að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Tilkynningin var á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í morgun. Erna tilkynnti hins vegar í morgun í Bítinu á Bylgjunni að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið leiðrétt á heimasíðunni rétt fyrir hádegi. Aðspurður um hvernig þetta hafi komið til segir Ingvar að þetta hafi verið misskilningur, Erna eins og aðrir þurfi svo að eiga við sína samvisku hvernig hún hagi störfum sínum fyrir Alþingi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins tilkynnti á laugardag að hann hefði gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Fram kom í fjölmiðlum að varaþingmaður hans Erna hefði stutt vistaskiptin. Þá svaraði Birgir því í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun vegna umræðunnar. Erna segir að málið sé byggt á oftúlkun og misskilningi. Aðspurð um hvort það hafi komið upp að hún fylgdi Birgi segir Erna. „Það kom auðvitað allt til tals. Það myndast auðvitað traust milli fólks sem vinnur lengi saman. En ég verð hins vegar að fylgja minni sannfæringu,“ segir Erna Hún segir hins vegar að hann hafi misskilið að hún hafi ætlað að fylgja honum í flokkinn. „Ég tel að hann hafi tekið of sterkt til orða í því. Og hafi ég gefið eitthvað slíkt í skin þá er ég auðvitað frjáls kona að standa með minni sannfæringu þegar ég er búin að gefa mér tíma til að fara yfir spilin,“ segir Erna. Aðspurð um hvaðan misskilningurinn komi þar sem hún var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn svarar Erna: „Hann hlýtur að vera kominn frá Birgi.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á heimasíðu sinni á laugardag og í Facebook-deilingu flokksins í Suðurkjördæmi að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Tilkynningin var á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í morgun. Erna tilkynnti hins vegar í morgun í Bítinu á Bylgjunni að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið leiðrétt á heimasíðunni rétt fyrir hádegi. Aðspurður um hvernig þetta hafi komið til segir Ingvar að þetta hafi verið misskilningur, Erna eins og aðrir þurfi svo að eiga við sína samvisku hvernig hún hagi störfum sínum fyrir Alþingi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins tilkynnti á laugardag að hann hefði gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Fram kom í fjölmiðlum að varaþingmaður hans Erna hefði stutt vistaskiptin. Þá svaraði Birgir því í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun vegna umræðunnar. Erna segir að málið sé byggt á oftúlkun og misskilningi. Aðspurð um hvort það hafi komið upp að hún fylgdi Birgi segir Erna. „Það kom auðvitað allt til tals. Það myndast auðvitað traust milli fólks sem vinnur lengi saman. En ég verð hins vegar að fylgja minni sannfæringu,“ segir Erna Hún segir hins vegar að hann hafi misskilið að hún hafi ætlað að fylgja honum í flokkinn. „Ég tel að hann hafi tekið of sterkt til orða í því. Og hafi ég gefið eitthvað slíkt í skin þá er ég auðvitað frjáls kona að standa með minni sannfæringu þegar ég er búin að gefa mér tíma til að fara yfir spilin,“ segir Erna. Aðspurð um hvaðan misskilningurinn komi þar sem hún var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn svarar Erna: „Hann hlýtur að vera kominn frá Birgi.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira