Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2021 19:21 Formenn stjórnarflokkanna reyna nú að brúa mismunandi áherslur flokkanna í orkumálum. vísir/vilhelm Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað. Formenn stjórnarflokkanna hafa nú rætt saman í tvær vikur um möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn saman. Ekki sér fyrir endan á viðræðunum en öll telja þau eðlilegt að viðræðurnar taki nokkur tíma. Ýmis ljón eru í veginum sem komast þarf framhjá eins og mismunandi áherslum flokkanna í orkumálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir formennina hafa rætt heiðarlega um skoðanamun á einstaka málum og reynt að finna lausn á þeim. Þar undir séu til dæmis hálendisþjóðgarður og rammáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda. „Ef við ætlum að fara í alvöru í orkuskipti þarf orku og það þarf græna orku. Þess vegna er okkur mikið í mun, að minnsta kosti okkur í Sjálfstæðisflokknum, að reyna að slípa til ferla. Þannig að það séu ekki flöskuhálsar í kerfunum sem koma í veg fyrir að við náum árangri í orkuskiptum,“ segir Bjarni. Auður Anna Magnúsdóttir arftaki Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í starfi framkvæmdastjóra Landverndar talar til þessarra sjónarmiða í grein á Vísi í dag. Forsvarsmenn stórra orkufyrrtækja hafi sagt bráðnauðsynlegt að taka faglega ferla í lögum úr sambandi við ákvarðanir um virkjanir. Á Íslandi væri nú þegar framleidd mest orka í heiminum á hvern íbúa þar sem stóriðjan taki til sín 80 prósent allrar raforku í landinu. Sjálfbærasta loftlagsaðgerðin væri aftur á móti að nota minni orku og nýta hana betur. „Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru,“ segir orðrétt í greininni. Bjarni bendir hins vegar á að ekki hafi verið samþykkt ný rammaáætlun frá árinu 2013 en hana beri að gera á fjögurra ára fresti. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur í svipaðan streng. „Hluti af loftlagslausninni á næstu árum eru grænar fjárfestingar sem byggja á grænni orku. Við erum svo heppin hér á Íslandi að við erum annars vegar mjög rík af orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur,“ segir Sigurður Ingi. Katrín segir rætt um fleira en orkumál Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að auðvitað sé áherslumunur á milli flokkanna. „Þessar viðræður snúast auðvitað ekki bara um þessi mál. Það eru fleiri mál sem ekki var lokið við á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir voru síðan með sínar áherslur fyrir kosningar sem auðvitað þarf að fara í gegnum og meta hvað sé hægt að gera í hverjum og einum málaflokki. Þannig að það er ekki óeðlilegt að þetta taki sinn tíma,“ segir Katrín. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Bjarni aðspurður að Sjálfstæðisflokkurinn hefði áhuga á að taka við heilbrigðismálunum. Þau væru stór og mikilvægur málaflokkur sem tæki til sín um fjórðung allra útgjalda ríkisins. En í þeim málaflokki hefur einnig verið hugmyndafræðilegur ágreingur. Sérstaklega á milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Katrín segir viðræður formannanna ekki komnar það langt að farið væri að skipta ráðuneytum. Það kæmi vel til greina að stokka upp í ráðuneytum og færa verkefni á milli þeirra. „Þetta snýst auðvitað ekki um einhver flokkur sleppi ráðuneyti og einhver annar sækist eftir því. Mér hefur nú heyrst að allir þessir flokkar séu tilbúnir í flest ráðuneyti sem eru í boði ef ekki öll. Þessir flokkar eru með stefnu í öllum þessum málaflokkum þannig að sjálfsögðu er áhugi á því. Það er hins vegar eitthvað sem við munum ræða síðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna hafa nú rætt saman í tvær vikur um möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn saman. Ekki sér fyrir endan á viðræðunum en öll telja þau eðlilegt að viðræðurnar taki nokkur tíma. Ýmis ljón eru í veginum sem komast þarf framhjá eins og mismunandi áherslum flokkanna í orkumálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir formennina hafa rætt heiðarlega um skoðanamun á einstaka málum og reynt að finna lausn á þeim. Þar undir séu til dæmis hálendisþjóðgarður og rammáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda. „Ef við ætlum að fara í alvöru í orkuskipti þarf orku og það þarf græna orku. Þess vegna er okkur mikið í mun, að minnsta kosti okkur í Sjálfstæðisflokknum, að reyna að slípa til ferla. Þannig að það séu ekki flöskuhálsar í kerfunum sem koma í veg fyrir að við náum árangri í orkuskiptum,“ segir Bjarni. Auður Anna Magnúsdóttir arftaki Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í starfi framkvæmdastjóra Landverndar talar til þessarra sjónarmiða í grein á Vísi í dag. Forsvarsmenn stórra orkufyrrtækja hafi sagt bráðnauðsynlegt að taka faglega ferla í lögum úr sambandi við ákvarðanir um virkjanir. Á Íslandi væri nú þegar framleidd mest orka í heiminum á hvern íbúa þar sem stóriðjan taki til sín 80 prósent allrar raforku í landinu. Sjálfbærasta loftlagsaðgerðin væri aftur á móti að nota minni orku og nýta hana betur. „Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru,“ segir orðrétt í greininni. Bjarni bendir hins vegar á að ekki hafi verið samþykkt ný rammaáætlun frá árinu 2013 en hana beri að gera á fjögurra ára fresti. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur í svipaðan streng. „Hluti af loftlagslausninni á næstu árum eru grænar fjárfestingar sem byggja á grænni orku. Við erum svo heppin hér á Íslandi að við erum annars vegar mjög rík af orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur,“ segir Sigurður Ingi. Katrín segir rætt um fleira en orkumál Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að auðvitað sé áherslumunur á milli flokkanna. „Þessar viðræður snúast auðvitað ekki bara um þessi mál. Það eru fleiri mál sem ekki var lokið við á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir voru síðan með sínar áherslur fyrir kosningar sem auðvitað þarf að fara í gegnum og meta hvað sé hægt að gera í hverjum og einum málaflokki. Þannig að það er ekki óeðlilegt að þetta taki sinn tíma,“ segir Katrín. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Bjarni aðspurður að Sjálfstæðisflokkurinn hefði áhuga á að taka við heilbrigðismálunum. Þau væru stór og mikilvægur málaflokkur sem tæki til sín um fjórðung allra útgjalda ríkisins. En í þeim málaflokki hefur einnig verið hugmyndafræðilegur ágreingur. Sérstaklega á milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Katrín segir viðræður formannanna ekki komnar það langt að farið væri að skipta ráðuneytum. Það kæmi vel til greina að stokka upp í ráðuneytum og færa verkefni á milli þeirra. „Þetta snýst auðvitað ekki um einhver flokkur sleppi ráðuneyti og einhver annar sækist eftir því. Mér hefur nú heyrst að allir þessir flokkar séu tilbúnir í flest ráðuneyti sem eru í boði ef ekki öll. Þessir flokkar eru með stefnu í öllum þessum málaflokkum þannig að sjálfsögðu er áhugi á því. Það er hins vegar eitthvað sem við munum ræða síðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51
Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24
Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent