Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði nálægt frostmarki norðanlands en allt að átta stig með suðurströndinni.
„Í fyrramálið dregur úr vindi og léttir til vestantil en vestan 8-13 m/s og dálítil rigning eða slydda austanlands framað hádegi.
Vaxandi suðvestanátt og þykknar upp síðdegis, fyrst á Vestfjörðum. Suðvestan 10-18 m/s og skýjað annað kvöld, en hægari vindur og bjartviðri á Suðurlandi.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og léttskýjað að mestu. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frostmarki á Norður- og Norðausturlandi.
Á föstudag: Vestlæg átt og lítilsháttar væta vestanlands og stöku él fyrir norðan en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 6 stig. Snýst í norðanátt og kólnar um kvöldið.
Á laugardag: Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s. Skýjað að mestu og dálítil væta á víð og dreif, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmarki norðantil en 0 til 5 stig syðra.
Á sunnudag: Ákveðin norðaustanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomuminna vestanlands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Norðaustlæg átt, él eða slydduél fyrir norðan og austan en þurrt að kalla suðvestantil. Kólnandi veður.
Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt með slyddu eða snjókomu en úrkomulítið sunnanlands.