Ellefu hafa kært talningu í Norðvesturkjördæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. október 2021 12:00 Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd Vísir/Vilhelm Alls hafa ellefu manns kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur og fimm almennir borgarar. Fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd segir að óskað verði eftir gögnum frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag. Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem hafa kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi eftir síðustu Alþingiskosningar. Nú þegar hefur komið fram að allir frambjóðendur sem duttu út eftir síðari talningu í Norðvesturkjördæmi hafa kært. Þá hafa fimm almennir borgarar einnig sent kæru til Alþingis. Nú þegar hefur komið fram að Katrín Oddsdóttir og Sigurður Hr. Sigurðsson úr Stjórnarskrárfélaginu hafi kært og Þorvaldur Gylfason prófessor. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd, sem hefur það hlutverk að taka afstöðu til kæranna, býst við að óskað verði eftir gögnum frá lögreglunni á Vesturlandi á fundi nefndarinnar í dag. „Ég býst við að beiðni til lögreglu um upplýsingar verði send eftir fund nefndarinnar í dag,“segir Björn. Hafsteinn Þór Hauksson dósent í Lagadeild Háskóla Íslands sagði á fundi undirbúningakjörbréfnefndar á mánudag að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að þingið rannsaki sjálft kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu. Björn segir að ef tilefni sé til muni nefndin sjálf hefja slíka rannsókn. „Það er hluti spurninga til lögreglunnar. Ef það er eitthvað athugavert í gögnum frá þeim þá getur verið að við þurfum að skoða efnið sjálf t.d. úr eftirlitsmyndavélum við talningastað,“ segir Björn. Björn býst við að rannsókn nefndarinnar hefjist á föstudag en mikil vinna hafi farið í undirbúning. „Það er búið að vera að reyna að setja upp vinnu nefndarinnar þannig að hún stemmi við dóm mannréttindadómstólsins. Við þurfum að tékka í öll slík box,“ segir Björn. Björn býst við að starfsreglur nefndarinnar verði birtar á vef Alþingis í dag en þingforseti hafi þegar staðfest þær. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem hafa kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi eftir síðustu Alþingiskosningar. Nú þegar hefur komið fram að allir frambjóðendur sem duttu út eftir síðari talningu í Norðvesturkjördæmi hafa kært. Þá hafa fimm almennir borgarar einnig sent kæru til Alþingis. Nú þegar hefur komið fram að Katrín Oddsdóttir og Sigurður Hr. Sigurðsson úr Stjórnarskrárfélaginu hafi kært og Þorvaldur Gylfason prófessor. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd, sem hefur það hlutverk að taka afstöðu til kæranna, býst við að óskað verði eftir gögnum frá lögreglunni á Vesturlandi á fundi nefndarinnar í dag. „Ég býst við að beiðni til lögreglu um upplýsingar verði send eftir fund nefndarinnar í dag,“segir Björn. Hafsteinn Þór Hauksson dósent í Lagadeild Háskóla Íslands sagði á fundi undirbúningakjörbréfnefndar á mánudag að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að þingið rannsaki sjálft kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu. Björn segir að ef tilefni sé til muni nefndin sjálf hefja slíka rannsókn. „Það er hluti spurninga til lögreglunnar. Ef það er eitthvað athugavert í gögnum frá þeim þá getur verið að við þurfum að skoða efnið sjálf t.d. úr eftirlitsmyndavélum við talningastað,“ segir Björn. Björn býst við að rannsókn nefndarinnar hefjist á föstudag en mikil vinna hafi farið í undirbúning. „Það er búið að vera að reyna að setja upp vinnu nefndarinnar þannig að hún stemmi við dóm mannréttindadómstólsins. Við þurfum að tékka í öll slík box,“ segir Björn. Björn býst við að starfsreglur nefndarinnar verði birtar á vef Alþingis í dag en þingforseti hafi þegar staðfest þær.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20