Loftslagsmál vega þungt í stjórnarmyndunarviðræðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. október 2021 13:22 Katrín Jakobsdóttir gekk bjartsýn til fundarins í dag og sagði aðalverkefni næstu daga að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. vísir/vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík. Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar." Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar."
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira