Innlent

Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Konan var úrskurðuð látin á vettvangi.
Konan var úrskurðuð látin á vettvangi.

Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um reyk frá íbúð í þriggja íbúða fjölbýlishúsi rétt fyrir klukkan tvö í nótt. 

Þegar slökkviliðsmenn kom á staðinn var þeim tilkynnt að kona væri inni í íbúðinni. 

Reykkafarar voru sendir inn og fannst konan fljótlega og var úrskurðuð látin á vettvangi. 

Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn og telur hann litla hættu á að hann hefði borist í aðrar íbúðir enda virðist hann hafa koðnað fljótlega niður eftir að hann blossaði upp. 

Reykur barst þó í nærliggjandi íbúðir eftir að slökkviliðsmennirnir fóru inn í íbúðina og fengu nágrannar aðstoð Rauða krossins með gistingu auk þess sem áfallahjálp stóð þeim til boða. 

Ekki er vitað um eldsupptök og er það í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×