Hlé á stjórnarmyndunarviðræðum í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. október 2021 09:57 Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu vegna breyttra reglna á Covid á landamærunum Formenn ríkisstjórnarflokkanna taka sér hlé frá stjórnarmyndunarviðræðum í dag en hittast aftur á morgun. Þetta staðfestir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fréttastofu. „Arctic Circle kallar á athygli okkar og tíma í dag,“ segir hann en staðfestir þó að formennirnir muni hittast aftur á morgun til að halda viðræðunum áfram. Ljóst er að þau eru ekki mikið að flýta sér, enda ekki endilega þörf á því fyrir ríkisstjórn sem heldur þingmeirihluta eftir kosningar. Síðustu daga hefur borið á nokkrum ágreiningsmálum í viðræðunum en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði við fréttastofu í gær að helstu verkefni næstu daga væri að ná flokkunum saman um aðgerðir í loftslags- og félagsmálum. Hálendisþjóðgarður Vinstri grænna, sem var kveðið á um í síðasta stjórnarsáttmála, varð svo mjög umdeildur meðal framsóknar- og sjálfstæðismanna undir lok kjörtímabilsins en Katrín sagði við fréttastofu í gær að Vinstri græn myndu áfram halda því máli til streitu í viðræðunum. Formennirnir hafa þá nefnt orkumálin sem ágreiningsmál við fréttastofu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. 12. október 2021 13:33 „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað. 12. október 2021 19:21 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Arctic Circle kallar á athygli okkar og tíma í dag,“ segir hann en staðfestir þó að formennirnir muni hittast aftur á morgun til að halda viðræðunum áfram. Ljóst er að þau eru ekki mikið að flýta sér, enda ekki endilega þörf á því fyrir ríkisstjórn sem heldur þingmeirihluta eftir kosningar. Síðustu daga hefur borið á nokkrum ágreiningsmálum í viðræðunum en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði við fréttastofu í gær að helstu verkefni næstu daga væri að ná flokkunum saman um aðgerðir í loftslags- og félagsmálum. Hálendisþjóðgarður Vinstri grænna, sem var kveðið á um í síðasta stjórnarsáttmála, varð svo mjög umdeildur meðal framsóknar- og sjálfstæðismanna undir lok kjörtímabilsins en Katrín sagði við fréttastofu í gær að Vinstri græn myndu áfram halda því máli til streitu í viðræðunum. Formennirnir hafa þá nefnt orkumálin sem ágreiningsmál við fréttastofu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. 12. október 2021 13:33 „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað. 12. október 2021 19:21 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. 12. október 2021 13:33
„Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51
Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað. 12. október 2021 19:21