„Hún átti einhvern veginn ekki séns“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 10:41 Lára segir að Krabbameinsfélagið hafi reynst henni ótrúlega vel. Hún sagði Evu Laufey sögu sína í þættinum Ísland í dag. Ísland í dag Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Ísland í dag Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira