Kostar einn milljarð evra að kaupa upp nýjan samning Pedri hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 16:01 Pedri hjá Barcelona er einn efnilegasti miðjumaður heims. Getty/David Ramos Spænski táningurinn Pedri hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona en félagið staðfesti samninginn í dag. Nýr samningur við hinn átján ára gamla Pedri nær til ársins 2026 en hann kom til Katalóníufélagsins frá Las Palmas árið 2020. Gamli samningur hans átti að renna út í sumar. OFFICIAL: Pedri's new Barcelona contract has a 1 billion release clause pic.twitter.com/yEQLLRRx0O— ESPN FC (@ESPNFC) October 14, 2021 Það er hægt að kaupa Pedri út úr samningnum en uppsagnarákvæðið er einn milljarður evra eða 150 milljarðar íslenskra króna. Áður var hægt að kaupa samninginn fyrir 400 milljónir evra en sú upphæð hefur nú meira en tvöfaldast. Þetta er nýtt met hjá félaginu en gamla metið átti samningur Antoine Griezmann sem var hægt að kaupa fyrir 800 milljónir evra. Pedri heldur upp á nítján ára afmælið sitt í nóvember en hann hefur bara verið í fjórtán mánuði hjá Börsungum. Hann vann sér sæti í byrjunarliði liðsins í fyrra og spilaði alls 52 leiki á sínu fyrsta tímabili. Pedri var þar fastamaður á miðjunni með þeim Sergio Busquets og Frenkie de Jong. Five more years of Pedri at Barcelona (via @FCBarcelona) pic.twitter.com/4XmiSgDOms— B/R Football (@brfootball) October 14, 2021 Pedri vann sér líka sæti í spænska landsliðinu og spilaði stórt hlutverk hjá Luis Enrique á EM síðasta sumar þar sem hann var kosinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann vann síðan ofan á það silfurverðlaun með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Pedri er eini leikmaður Barcelona í dag sem er meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullhnattarins og var því einn af þrjátíu bestu knattspyrnumönnum ársins að mati Ballon d'Or nefndarinnar. Barcelona er síðan að vonast eftir því að hinir ungu strákarnir eins og Ansu Fati, Gavi og Ronald Araujo framlengi einnig sína samninga við félagið. Spænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Nýr samningur við hinn átján ára gamla Pedri nær til ársins 2026 en hann kom til Katalóníufélagsins frá Las Palmas árið 2020. Gamli samningur hans átti að renna út í sumar. OFFICIAL: Pedri's new Barcelona contract has a 1 billion release clause pic.twitter.com/yEQLLRRx0O— ESPN FC (@ESPNFC) October 14, 2021 Það er hægt að kaupa Pedri út úr samningnum en uppsagnarákvæðið er einn milljarður evra eða 150 milljarðar íslenskra króna. Áður var hægt að kaupa samninginn fyrir 400 milljónir evra en sú upphæð hefur nú meira en tvöfaldast. Þetta er nýtt met hjá félaginu en gamla metið átti samningur Antoine Griezmann sem var hægt að kaupa fyrir 800 milljónir evra. Pedri heldur upp á nítján ára afmælið sitt í nóvember en hann hefur bara verið í fjórtán mánuði hjá Börsungum. Hann vann sér sæti í byrjunarliði liðsins í fyrra og spilaði alls 52 leiki á sínu fyrsta tímabili. Pedri var þar fastamaður á miðjunni með þeim Sergio Busquets og Frenkie de Jong. Five more years of Pedri at Barcelona (via @FCBarcelona) pic.twitter.com/4XmiSgDOms— B/R Football (@brfootball) October 14, 2021 Pedri vann sér líka sæti í spænska landsliðinu og spilaði stórt hlutverk hjá Luis Enrique á EM síðasta sumar þar sem hann var kosinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann vann síðan ofan á það silfurverðlaun með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Pedri er eini leikmaður Barcelona í dag sem er meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullhnattarins og var því einn af þrjátíu bestu knattspyrnumönnum ársins að mati Ballon d'Or nefndarinnar. Barcelona er síðan að vonast eftir því að hinir ungu strákarnir eins og Ansu Fati, Gavi og Ronald Araujo framlengi einnig sína samninga við félagið.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn