Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, golf og tölvuleikir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stjörnumenn heimsækja deildarmeistara Keflavíkur í Subway-deild karla í kvöld.
Stjörnumenn heimsækja deildarmeistara Keflavíkur í Subway-deild karla í kvöld. Vísir/Bára

Boðið verður upp á átta beinar útsendingar á Sportrásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld.

Heimsmeistaramótið í League of Legends byrjar daginn klukkan 11:00 á Stöð 2 eSport, en í dag ráðast úrslitin í A-rðili.

Tölvuleikirnir eiga líka sinn sess í kvöld, en klukkan 20:15 hefst bein útsending frá Vodafone-deildinni í CS:GO á Stöð 2eSport.

Sýnt verður frá þremur golfmótum í dag, en það fyrsta er Estrella Damm N.A. Andalucia Masters klukkan 12:00. Þar á eftir verður sýnt frá Aramco Team Series - New York frá klukkan 17:00 og The CJ Cup @ Summit lokar golfdeginum frá klukkan 21:00. Öll mótin verða sýnd á Stöð 2 Golf.

Enska 1. deildin rúllar af stað á ný eftir landsleikjahlé, en klukkan 18:55 verður hægt að fylgjast með viðureign WBA og Birmingham á Stöð 2 Sport 2.

Þá eigast Keflavík og Stjarnan við í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Útsending hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport, og strax að leik loknum er Körfuboltakvöld á dagskrá, þar sem að okkar helstu sérfræðingar fyrir yfir liðna umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×