Þórólfur um meintan hræðsluáróður: „Þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2021 18:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir þá gagnrýni á orð hans um að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum sé hræðsluáróður. Hann segir þau sem segja það ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel. Þórólfur sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu sóttvarnalækni hins vegar ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Spurði Hildur meðal annars hvort ekki væri nóg komið af þessum „tilhæfulausa hræðsluáróðri.“ Þórólfur var spurður út í þessa gagnrýni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekki frá mér komið. Sóttvarnarstofnun Evrópu hefur bent á þetta og beðið þjóðir um að undirbúa sig fyrir veturinn með tilliti til Covid líka. Bæði hafa þessar stofnanir verið að benda á alvarleikann ef fólk fær þessar sýkingar á sama tíma og eins gæti verið að því að inflúensan gekk ekki í fyrra fengum við stærri inflúensufaraldur í ár sem að gæti haft áhrif á til dæmis sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið. Þannig að þetta er ekki frá mér komið, þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði hann að þeir sem kölluðu þetta hræðsluáróður hefðu einfaldlega ekki kynnt sér málin nægjanlega vel. „Þetta er það sem norrænir kollegar, norræn heilbrigðisyfirvöld eru að tala um. Heilbrigðisyfirvöld í Bretland og Sóttvarnastofnun Evrópu hefur lagt áherslu á þetta. Ég hef heyrt líka aðila frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni tala um þetta þannig að þeir sem eru að tala um tilhæfulausan hræðsluáróður, þeir hafa bara ekki kynnt sér málin alveg,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að ummæli hans um RS-vírusinn og inflúensuna snerust um að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við að sinna slíkum tilfellum, auk Covid-19 tilfella. „Ég er ekki að tala um að það þurfi að halda þessum aðferðum áfram út af inflúensu, heldur erum við að tala um að vernda heilbrigðiskerfið og hluti af því er að reyna að hafa kerfið þannig að það geti tekið á móti inflúensu og RS eins og venjulega. En þá þurfum við líka að hafa bolmagn til að geta fengist við Covid-19.“ Tvö þúsund smit tengd Bankastræti Club síðan í sumar Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins ef slakað verður á samkomutakmörkunum. Sagði hann ljóst að þær bylgjur sem mest vandræði hafi skapað hafi hafist á djamminu. Þetta sæist glögglega í raðgreiningargögnum. Um 400 undirtegundir delta-veirunnar hefðu greinst hér á landi frá því að hún kom fyrst hingað. „Þar af eru fimm afbrigði sem að hafa smitað 100 manns eða fleiri. Þar á toppnum er þessi Bankastræti Club týpa sem greindist þar og tengdist þeim stað fyrst. Það eru yfir tvö þúsund manns sem að hafa greinst með þá tegund.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þórólfur sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu sóttvarnalækni hins vegar ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Spurði Hildur meðal annars hvort ekki væri nóg komið af þessum „tilhæfulausa hræðsluáróðri.“ Þórólfur var spurður út í þessa gagnrýni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekki frá mér komið. Sóttvarnarstofnun Evrópu hefur bent á þetta og beðið þjóðir um að undirbúa sig fyrir veturinn með tilliti til Covid líka. Bæði hafa þessar stofnanir verið að benda á alvarleikann ef fólk fær þessar sýkingar á sama tíma og eins gæti verið að því að inflúensan gekk ekki í fyrra fengum við stærri inflúensufaraldur í ár sem að gæti haft áhrif á til dæmis sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið. Þannig að þetta er ekki frá mér komið, þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði hann að þeir sem kölluðu þetta hræðsluáróður hefðu einfaldlega ekki kynnt sér málin nægjanlega vel. „Þetta er það sem norrænir kollegar, norræn heilbrigðisyfirvöld eru að tala um. Heilbrigðisyfirvöld í Bretland og Sóttvarnastofnun Evrópu hefur lagt áherslu á þetta. Ég hef heyrt líka aðila frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni tala um þetta þannig að þeir sem eru að tala um tilhæfulausan hræðsluáróður, þeir hafa bara ekki kynnt sér málin alveg,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að ummæli hans um RS-vírusinn og inflúensuna snerust um að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við að sinna slíkum tilfellum, auk Covid-19 tilfella. „Ég er ekki að tala um að það þurfi að halda þessum aðferðum áfram út af inflúensu, heldur erum við að tala um að vernda heilbrigðiskerfið og hluti af því er að reyna að hafa kerfið þannig að það geti tekið á móti inflúensu og RS eins og venjulega. En þá þurfum við líka að hafa bolmagn til að geta fengist við Covid-19.“ Tvö þúsund smit tengd Bankastræti Club síðan í sumar Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins ef slakað verður á samkomutakmörkunum. Sagði hann ljóst að þær bylgjur sem mest vandræði hafi skapað hafi hafist á djamminu. Þetta sæist glögglega í raðgreiningargögnum. Um 400 undirtegundir delta-veirunnar hefðu greinst hér á landi frá því að hún kom fyrst hingað. „Þar af eru fimm afbrigði sem að hafa smitað 100 manns eða fleiri. Þar á toppnum er þessi Bankastræti Club týpa sem greindist þar og tengdist þeim stað fyrst. Það eru yfir tvö þúsund manns sem að hafa greinst með þá tegund.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12