Fyrsta tap ítölsku meistaranna | Endurkomusigur hélt AC Milan á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2021 20:50 Olivier Giroud skoraði fyrsta mark AC Milan í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images Ítalíumeistarar Inter töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið heimsótti Lazio. Ivan Perisic kom Inter yfir snemma leiks, en heimamenn skoruðu þrjú í seinni hálfleik og unnu að lokum 3-1 sigur. Fyrsta mark leiksins kom strax á 12. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði af öryggi af vítapunktinum og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir Lazio á 64. mínútu, en það mark kom einnig af vítapunktinum fræga. Felipe Anderson kom heimamönnum í Lazio í forystu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann tók frákastið eftir skot frá Ciro Immobile, áður en Sergej Milinkovic-Savic tryggði 3-1 sigur heimamanna eftir stoðsendingu frá Luis Alberto snemma í uppbótartíma. Eftir að lokaflautið gall brutust út stimpingar milli leikmanna þar sem að Luiz Felipe, varnarmaður Lazio nældi sér í rautt spjald. Hann verður því í banni í næstu leikjum. Lazio er nú í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, þrem stigum minna en Inter sem situr í þriðja sæti. 🔚 | FULL TIMEIt ends in defeat at the Olimpico#LazioInter 3⃣-1⃣⚽️ #Perisic (12)⚽️ Immobile (64)⚽️ Anderson (81)⚽️ Milinkovic-Savic (90+1)#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/CRz81r2EXo— Inter 🏆🇮🇹 (@Inter_en) October 16, 2021 Betur fór en á horfðist þegar að hitt Milan-liðið tók á móti Verona seinna í kvöld. Gianluca Caprari kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, áður en Antonin Barak tvöfaldaði forystu Verona af vítapunktinum á 24. mínútu. Staðan var því 2-0 í hálfleik, en Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir AC Milan eftir tæplega klukkutíma leik. Franck Kessie jafnaði metin af vítapunktinum fyrir heimamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok, og endurkoman var fullkomnuð tveimur mínútum síðar þegar að Koray Guenter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. AC Milan er enn á toppi ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, 14 stigum á undan Verona sem situr í 13. sæti. Down but never out: what a second-half comeback ❤️🖤Non moriamo mai: una vera prova di forza nel secondo tempo ❤️🖤#MilanVerona #SempreMilan@Acqua_Lete pic.twitter.com/PbA6qTBe9v— AC Milan (@acmilan) October 16, 2021 Ítalski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Fyrsta mark leiksins kom strax á 12. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði af öryggi af vítapunktinum og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir Lazio á 64. mínútu, en það mark kom einnig af vítapunktinum fræga. Felipe Anderson kom heimamönnum í Lazio í forystu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann tók frákastið eftir skot frá Ciro Immobile, áður en Sergej Milinkovic-Savic tryggði 3-1 sigur heimamanna eftir stoðsendingu frá Luis Alberto snemma í uppbótartíma. Eftir að lokaflautið gall brutust út stimpingar milli leikmanna þar sem að Luiz Felipe, varnarmaður Lazio nældi sér í rautt spjald. Hann verður því í banni í næstu leikjum. Lazio er nú í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, þrem stigum minna en Inter sem situr í þriðja sæti. 🔚 | FULL TIMEIt ends in defeat at the Olimpico#LazioInter 3⃣-1⃣⚽️ #Perisic (12)⚽️ Immobile (64)⚽️ Anderson (81)⚽️ Milinkovic-Savic (90+1)#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/CRz81r2EXo— Inter 🏆🇮🇹 (@Inter_en) October 16, 2021 Betur fór en á horfðist þegar að hitt Milan-liðið tók á móti Verona seinna í kvöld. Gianluca Caprari kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, áður en Antonin Barak tvöfaldaði forystu Verona af vítapunktinum á 24. mínútu. Staðan var því 2-0 í hálfleik, en Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir AC Milan eftir tæplega klukkutíma leik. Franck Kessie jafnaði metin af vítapunktinum fyrir heimamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok, og endurkoman var fullkomnuð tveimur mínútum síðar þegar að Koray Guenter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. AC Milan er enn á toppi ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, 14 stigum á undan Verona sem situr í 13. sæti. Down but never out: what a second-half comeback ❤️🖤Non moriamo mai: una vera prova di forza nel secondo tempo ❤️🖤#MilanVerona #SempreMilan@Acqua_Lete pic.twitter.com/PbA6qTBe9v— AC Milan (@acmilan) October 16, 2021
Ítalski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira