Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. október 2021 12:29 Björgunarsveitir eru komnar í vetragírinn. Myndin er úr safni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi en viðvaranir verða í gildi fram á nótt á suðurströndinni. Á Vestfjörðum verður í gildi gul viðvörun fram til hádegis á morgun. Snjó festi víða á Suður- og Vesturlandi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu mun vinstyrkur ná allt að 25 metrum á sekúndu að jafnaði á suðurströndinni og því ekki ólíklegt að einhverjar truflanir verði á samgöngum. Á Vestfjörðum verður aðeins minni vindur en gert er ráð fyrir hríð á svæðinu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir tilbúna fyrir daginn. „Staðan er eiginlega bara þannig hjá björgunarsveitum í dag að við erum eins og alltaf með björgunarsveitir hringinn í kringum landið sem eru klárar til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Við höfum nú fengið tvær hressilegar haustlægðir hingað til þannig að flestar sveitir eru komnar alveg í gírinn fyrir veturinn og búnir að gíra sig svona upp vetraraðstæður,“ segir Davíð. Björgunarsveitir eru ekki með sérstakan viðbúnað í dag vegna veðurs en Davíð segir björgunarsveitarmenn alltaf vera á tánum og sveitirnar tilbúnar ef kallið kemur. Þá segir Davíð að það sé mikilvægt að fólk fari varlega þegar viðvaranir sem þessar eru í gildi. „Nú eru veðurfræðingar að vara við því að það gæti snjóað á fjallvegum þannig það er bara mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að vera ekki á van búnum bílum á ferðalagi á einhverjum vegum þar sem er annað hvort hætta á miklum hviðum eða hreinlega bara ófært,“ segir Davíð. „Þannig ég hvet alla til að fylgast bara vel með veðurupplýsingum og upplýsingum um færð á vegum áður en þeir halda í einhver ferðalög, eða hinkri bara á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð Már. Seinni partinn á morgun er síðan gert ráð fyrir öðrum hvelli á Vestfjörðum og Breiðafirði og verða gular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns. Þá verður tekin ákvörðun síðdegis í dag um hvort rýma eigi hús á Seyðisfirði í ljósi úrkomu og skriðuhættu. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16. október 2021 18:36 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi en viðvaranir verða í gildi fram á nótt á suðurströndinni. Á Vestfjörðum verður í gildi gul viðvörun fram til hádegis á morgun. Snjó festi víða á Suður- og Vesturlandi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu mun vinstyrkur ná allt að 25 metrum á sekúndu að jafnaði á suðurströndinni og því ekki ólíklegt að einhverjar truflanir verði á samgöngum. Á Vestfjörðum verður aðeins minni vindur en gert er ráð fyrir hríð á svæðinu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir tilbúna fyrir daginn. „Staðan er eiginlega bara þannig hjá björgunarsveitum í dag að við erum eins og alltaf með björgunarsveitir hringinn í kringum landið sem eru klárar til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Við höfum nú fengið tvær hressilegar haustlægðir hingað til þannig að flestar sveitir eru komnar alveg í gírinn fyrir veturinn og búnir að gíra sig svona upp vetraraðstæður,“ segir Davíð. Björgunarsveitir eru ekki með sérstakan viðbúnað í dag vegna veðurs en Davíð segir björgunarsveitarmenn alltaf vera á tánum og sveitirnar tilbúnar ef kallið kemur. Þá segir Davíð að það sé mikilvægt að fólk fari varlega þegar viðvaranir sem þessar eru í gildi. „Nú eru veðurfræðingar að vara við því að það gæti snjóað á fjallvegum þannig það er bara mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að vera ekki á van búnum bílum á ferðalagi á einhverjum vegum þar sem er annað hvort hætta á miklum hviðum eða hreinlega bara ófært,“ segir Davíð. „Þannig ég hvet alla til að fylgast bara vel með veðurupplýsingum og upplýsingum um færð á vegum áður en þeir halda í einhver ferðalög, eða hinkri bara á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð Már. Seinni partinn á morgun er síðan gert ráð fyrir öðrum hvelli á Vestfjörðum og Breiðafirði og verða gular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns. Þá verður tekin ákvörðun síðdegis í dag um hvort rýma eigi hús á Seyðisfirði í ljósi úrkomu og skriðuhættu.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16. október 2021 18:36 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40
Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23
Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16. október 2021 18:36