Framganga SA í máli flugmanna setji hættulegt fordæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. október 2021 16:17 Bláfugl sagði upp ellefu flugmönnum FÍA fyrr á árinu. Mynd/ Vilhelm. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur skorað á Bláfugl og Samtök atvinnulífsins að standa við gildandi kjarasamning og fara eftir dómi sem féll nýverið í málinu í Félagsdómi. Lögmaður FÍA segir að um skýrt lögbrot sé að ræða af hálfu Samtaka atvinnulífsins. Málið varðar uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli fyrr á árinu en Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar. Í yfirlýsingu Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé óásættanlegt að ekki sé farið eftir dóminum og gildandi kjarasamningum. Sonja Bjarnadóttir Backman, lögfræðingur FÍA, segir að um sé að ræða hættulega þróun. Það hafi komið skýrt fram í dóminum að kjarasamningar haldi gildi sínum og því eigi félagsmenn FÍA forgang í ellefu stöðugildi hjá Bláfugli. „Við teljum þetta vera alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og ef að eftirlitsaðilar grípa ekki inn í málið, að þetta félag og samtökin virði ekki gildandi lög kjarasamninga og fallna dóma, þá er verið að skapa hérna mjög hættulegt fordæmi fyrir íslenskan vinnumarkað í heild,“ segir Sonja. „Við höfum nú þegar séð anga af því að önnur fyrirtæki eru að fylgjast með þessu máli til að athuga hvort þau geti stigið þessi sömu skref og þetta þarf bara að stoppa,“ segir Sonja en hún bendir á að skömmu fyrir uppsagnirnar hafi þar verið ráðnir inn erlendir gerviverktakar á helmingi lægri launum. Með yfirlýsingu FÍA er einnig verið að kalla eftir viðbrögðum frá yfirvöldum og þau beðin um að láta sig málið varða. „Það eru eftirlitsaðilar með vinnumarkaðinum, eins og Vinnumálastofnun, sem að hefur heimildir til að grípa inn í á mörgum stöðum. Þarna er til að mynda íslenskt félag að ráða inn gerviverktaka frá erlendri starfsmannaleigu. Að okkar mati hefur eftirlit með þessu ekki verið með fullnægjandi hætti,“ segir Sonja. „FÍA er auðvitað líka með þessari yfirlýsingu að kalla eftir samstöðu stéttarfélaga landsins, því að í okkar augum er þetta ekkert nema en aðför að íslenskum vinnumarkaði og stéttarfélögum og kjarasamningum,“ segir Sonja. Samgöngur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00 Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Málið varðar uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli fyrr á árinu en Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar. Í yfirlýsingu Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé óásættanlegt að ekki sé farið eftir dóminum og gildandi kjarasamningum. Sonja Bjarnadóttir Backman, lögfræðingur FÍA, segir að um sé að ræða hættulega þróun. Það hafi komið skýrt fram í dóminum að kjarasamningar haldi gildi sínum og því eigi félagsmenn FÍA forgang í ellefu stöðugildi hjá Bláfugli. „Við teljum þetta vera alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og ef að eftirlitsaðilar grípa ekki inn í málið, að þetta félag og samtökin virði ekki gildandi lög kjarasamninga og fallna dóma, þá er verið að skapa hérna mjög hættulegt fordæmi fyrir íslenskan vinnumarkað í heild,“ segir Sonja. „Við höfum nú þegar séð anga af því að önnur fyrirtæki eru að fylgjast með þessu máli til að athuga hvort þau geti stigið þessi sömu skref og þetta þarf bara að stoppa,“ segir Sonja en hún bendir á að skömmu fyrir uppsagnirnar hafi þar verið ráðnir inn erlendir gerviverktakar á helmingi lægri launum. Með yfirlýsingu FÍA er einnig verið að kalla eftir viðbrögðum frá yfirvöldum og þau beðin um að láta sig málið varða. „Það eru eftirlitsaðilar með vinnumarkaðinum, eins og Vinnumálastofnun, sem að hefur heimildir til að grípa inn í á mörgum stöðum. Þarna er til að mynda íslenskt félag að ráða inn gerviverktaka frá erlendri starfsmannaleigu. Að okkar mati hefur eftirlit með þessu ekki verið með fullnægjandi hætti,“ segir Sonja. „FÍA er auðvitað líka með þessari yfirlýsingu að kalla eftir samstöðu stéttarfélaga landsins, því að í okkar augum er þetta ekkert nema en aðför að íslenskum vinnumarkaði og stéttarfélögum og kjarasamningum,“ segir Sonja.
Samgöngur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00 Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00
Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49
Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53