Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2021 14:32 Steingrímur kominn í töðuilminn í heyskapnum á Gunnarsstöðum eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi. Einar Árnason Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2, þeim fyrsta í nýrri þáttaröð, hittum við Steingrím á hans heimaslóðum. Steingrímur á unglingsárum bregður á leik á við gamla bæinn. Hérna er hann að herma eftir afabróður sínum, Friðrik Jónssyni á Flautafelli.Úr einkasafni Hann rifjar upp æskuna á Gunnarsstöðum og sýnir okkur átthagana og forna heiðabyggð þar sem forfeður hans bjuggu. Einnig er stiklað á stóru í æviferli hans sem stjórnmálamanns. „Þá afsalar þú þér talsverðu af frelsi þínu. Þú stjórnar því ekkert algerlega sjálfur hvernig þú verð þínum tíma eða hvað þú gerir,“ segir Steingrímur í þættinum. Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason „Núna endurheimti ég þetta frelsi og fagna því að geta dregið mig af sviðinu og baksviðs og geta notið meiri tíma með fjölskyldu minni hér á Gunnarsstöðum og annarsstaðar þar sem ég hef gaman að því að vera. Ég vona að það gangi bara vel. Að maður fái ekki einhver fráhvarfseinkenni. En það verður að koma í ljós. Og náttúrlega óskar maður sér þess að manni endist aldur og heilsa til að njóta lífsins í einhver góð ár þegar atinu slotar,“ segir Steingrímur. Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Undir húsgaflinum situr eiginkonan, Bergný Marvinsdóttir, og prjónar.Einar Árnason Í þættinum er hann einnig spurður um hverju hann sjái mest eftir á ferlinum en einnig hverju hann sé stoltastur af. Svörin fást í þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir „Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54 Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
„Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2, þeim fyrsta í nýrri þáttaröð, hittum við Steingrím á hans heimaslóðum. Steingrímur á unglingsárum bregður á leik á við gamla bæinn. Hérna er hann að herma eftir afabróður sínum, Friðrik Jónssyni á Flautafelli.Úr einkasafni Hann rifjar upp æskuna á Gunnarsstöðum og sýnir okkur átthagana og forna heiðabyggð þar sem forfeður hans bjuggu. Einnig er stiklað á stóru í æviferli hans sem stjórnmálamanns. „Þá afsalar þú þér talsverðu af frelsi þínu. Þú stjórnar því ekkert algerlega sjálfur hvernig þú verð þínum tíma eða hvað þú gerir,“ segir Steingrímur í þættinum. Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason „Núna endurheimti ég þetta frelsi og fagna því að geta dregið mig af sviðinu og baksviðs og geta notið meiri tíma með fjölskyldu minni hér á Gunnarsstöðum og annarsstaðar þar sem ég hef gaman að því að vera. Ég vona að það gangi bara vel. Að maður fái ekki einhver fráhvarfseinkenni. En það verður að koma í ljós. Og náttúrlega óskar maður sér þess að manni endist aldur og heilsa til að njóta lífsins í einhver góð ár þegar atinu slotar,“ segir Steingrímur. Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Undir húsgaflinum situr eiginkonan, Bergný Marvinsdóttir, og prjónar.Einar Árnason Í þættinum er hann einnig spurður um hverju hann sjái mest eftir á ferlinum en einnig hverju hann sé stoltastur af. Svörin fást í þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir „Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54 Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
„Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17
„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01