„Hann hatar mig í tvo daga“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2021 14:31 Astrit Selmani var ekki ánægður með ákvörðun þjálfarans Milos Milojevic en hún virðist þó hafa skilað árangri. EPA/Stina Stjernkvist Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, og lið hans Hammarby gerði erkifjendunum í AIK mikinn óleik í titilbaráttunni í Svíþjóð í gær með 1-0 sigri. Svekktur framherji Hammarby sendi Milosi sneið eftir leikinn. Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021 Sænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021
Sænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn