Maðurinn réðist inn í apótekið vopnaður dúkahnífi og flúði vettvang, með lyfin sem hann hafði á brott með sér. Hann var með svart buff fyrir vitum sér og svarta húfu, en var handtekinn nú síðdegis.
Maðurinn hafði á brott með sér lyf eftir að hafa ógnað starfsfólki Apótekarans. Á flóttanum hljóp hann niður vegfaranda og missti eitthvað af lyfjunum við það, en ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mikið magn var um að ræða.