Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir á ferðinni í landsleiknum gegn Hollandi í september. Hún hefur einnig leikið í treyju Rosengård og Bayern í ár og átt afar góðu gengi að fagna. vísir/hulda margrét Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. Glódís lék fyrstu tólf leiki tímabilsins fyrir Rosengård en var svo keypt til þýsku meistaranna í Bayern München. Guðrún tók svo við keflinu í miðri vörn Rosengård, meðal annars eftir meðmæli Glódísar, og lék sinn áttunda leik þegar liðið vann Piteå á sunnudag og tryggði sér sænska meistaratitilinn, þó að enn séu tvær umferðir eftir. Glódís samgladdist vinkonum sínum og fagnaði heima í Þýskalandi en þurfti smástund til að átta sig á að hún ætti sjálf drjúgan þátt í titlinum: „Þetta er auðvitað mjög sérstakt. Fyrst fékk maður ekki þessa tilfinningu eins og ég hefði unnið neitt. En þegar maður pælir aðeins í því þá átti ég alveg stóran þátt í þessu svo það er geggjað að þær hafi getað klárað dæmið,“ segir Glódís. Fannst þetta rétti tímapunkturinn þó að hún myndi missa af gullinu Hún skildi við Rosengård þegar liðið var með 32 stig eftir 12 umferðir, sex stigum á undan Häcken. „Útlitið var rosalega gott enda vorum við bara búnar að gera tvö jafntefli (vinna aðra leiki) og fá á okkur tvö mörk. Það hefði verið ótrúlega gaman að klára þetta með þeim en mér fannst ég vera klár í næsta skref. Mér leið eins og að þetta væri rétti tímapunkturinn þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi þá missa af gullinu,“ segir Glódís. Hún missir vissulega af verðlaunaafhendingunni en fær hún ekki gullmedalíu í pósti? „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert spurt. Það kemur bara í ljós. Ég vona að þau hugsi til mín alla vega,“ segir Glódís létt. Glódís Perla Viggósdóttir lék með Rosengård fyrri hluta leiktíðarinnar í Svíþjóð og mætti meðal annars Bayern München í Meistaradeildinni í mars. Bayern keypti hana svo í sumar.Getty/Michael Campanella Glódís hafði áður orðið sænskur meistari með Rosengård árið 2019, og tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni. Nú einbeitir hún sér að því að vinna titla með Bayern, þar sem sigurkrafan er skýr, en hún er stolt af sínu gamla liði að hafa klárað að landa sænska meistaratitlinum: „Klúbburinn lenti í rosalegum aðstæðum í sumar þegar hann missti fullt af leikmönnum og þjálfarann, og það er geggjað að þær hafi náð að klára þetta svona sannfærandi. Við vorum fjórar sem fórum á svipuðum tíma í sumar, og tveir leikmenn slitu krossband um svipað leyti, svo að þarna fóru sex leikmenn á stuttum tíma en það komu vissulega aðrar inn í staðinn. Ég fylgist alltaf með Rosengård. Það eru enn þarna bestu vinkonur mínar að spila með liðinu svo ég tala mikið við þær og reyni að sjá alla leiki sem ég get,“ segir Glódís. Hafði ekkert nema gott um Guðrúnu að segja Eins og fyrr segir þá má segja að Guðrún hafi komið í hennar stað, eftir þrjú ár hjá Djurgården, en hafði Glódís eitthvað með komu landa síns að gera? „Já og nei. Ég var spurð út í hvað mér fyndist um hana Guðrúnu. Ég hafði auðvitað ekkert nema gott um hana að segja. Ég held að hún hafi komið ótrúlega vel inn í þetta og staðið sig vel. Það er aldrei auðvelt að koma inn í lið á miðju tímabili en mér finnst hún hafa sannað strax að hún á skilið að vera þarna.“ Glódís verður í eldlínunni með Íslandi á föstudagskvöld þegar liðið mætir Tékklandi í afar mikilvægum leik í undankeppni HM. Liðið leikur svo gegn Kýpur á þriðjudaginn í næstu viku en báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli. Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Glódís lék fyrstu tólf leiki tímabilsins fyrir Rosengård en var svo keypt til þýsku meistaranna í Bayern München. Guðrún tók svo við keflinu í miðri vörn Rosengård, meðal annars eftir meðmæli Glódísar, og lék sinn áttunda leik þegar liðið vann Piteå á sunnudag og tryggði sér sænska meistaratitilinn, þó að enn séu tvær umferðir eftir. Glódís samgladdist vinkonum sínum og fagnaði heima í Þýskalandi en þurfti smástund til að átta sig á að hún ætti sjálf drjúgan þátt í titlinum: „Þetta er auðvitað mjög sérstakt. Fyrst fékk maður ekki þessa tilfinningu eins og ég hefði unnið neitt. En þegar maður pælir aðeins í því þá átti ég alveg stóran þátt í þessu svo það er geggjað að þær hafi getað klárað dæmið,“ segir Glódís. Fannst þetta rétti tímapunkturinn þó að hún myndi missa af gullinu Hún skildi við Rosengård þegar liðið var með 32 stig eftir 12 umferðir, sex stigum á undan Häcken. „Útlitið var rosalega gott enda vorum við bara búnar að gera tvö jafntefli (vinna aðra leiki) og fá á okkur tvö mörk. Það hefði verið ótrúlega gaman að klára þetta með þeim en mér fannst ég vera klár í næsta skref. Mér leið eins og að þetta væri rétti tímapunkturinn þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi þá missa af gullinu,“ segir Glódís. Hún missir vissulega af verðlaunaafhendingunni en fær hún ekki gullmedalíu í pósti? „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert spurt. Það kemur bara í ljós. Ég vona að þau hugsi til mín alla vega,“ segir Glódís létt. Glódís Perla Viggósdóttir lék með Rosengård fyrri hluta leiktíðarinnar í Svíþjóð og mætti meðal annars Bayern München í Meistaradeildinni í mars. Bayern keypti hana svo í sumar.Getty/Michael Campanella Glódís hafði áður orðið sænskur meistari með Rosengård árið 2019, og tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni. Nú einbeitir hún sér að því að vinna titla með Bayern, þar sem sigurkrafan er skýr, en hún er stolt af sínu gamla liði að hafa klárað að landa sænska meistaratitlinum: „Klúbburinn lenti í rosalegum aðstæðum í sumar þegar hann missti fullt af leikmönnum og þjálfarann, og það er geggjað að þær hafi náð að klára þetta svona sannfærandi. Við vorum fjórar sem fórum á svipuðum tíma í sumar, og tveir leikmenn slitu krossband um svipað leyti, svo að þarna fóru sex leikmenn á stuttum tíma en það komu vissulega aðrar inn í staðinn. Ég fylgist alltaf með Rosengård. Það eru enn þarna bestu vinkonur mínar að spila með liðinu svo ég tala mikið við þær og reyni að sjá alla leiki sem ég get,“ segir Glódís. Hafði ekkert nema gott um Guðrúnu að segja Eins og fyrr segir þá má segja að Guðrún hafi komið í hennar stað, eftir þrjú ár hjá Djurgården, en hafði Glódís eitthvað með komu landa síns að gera? „Já og nei. Ég var spurð út í hvað mér fyndist um hana Guðrúnu. Ég hafði auðvitað ekkert nema gott um hana að segja. Ég held að hún hafi komið ótrúlega vel inn í þetta og staðið sig vel. Það er aldrei auðvelt að koma inn í lið á miðju tímabili en mér finnst hún hafa sannað strax að hún á skilið að vera þarna.“ Glódís verður í eldlínunni með Íslandi á föstudagskvöld þegar liðið mætir Tékklandi í afar mikilvægum leik í undankeppni HM. Liðið leikur svo gegn Kýpur á þriðjudaginn í næstu viku en báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli.
Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti