Telur að róttækar breytingar við Bústaðaveg myndu stórbæta hverfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða. Vísir/Egill Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið. Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira