Ástardrama skekur sænska skíðaskotfimiliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2021 11:01 Jesper Nelin og Hanna Öberg kyssast á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang 2018. Þau eru ekki lengur par en leituðu ekki langt yfir skammt að nýjum mökum. getty/Nils Petter Nilsson Ástardramatík hefur raskað jafnvæginu innan sænska landsliðsins í skíðaskotfimi. Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg. Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira
Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg.
Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira