Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 10:52 FJöldatakmarkanir fara úr 500 upp í 2000 manns á miðnætti, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar á skemmtistöðum lengdur um klukkustund. Vísir/Vilhelm Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í morgun. Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem sjá má í tengdum skjölum hér að neðan, var þar meðal annars til umræðu. Lagði hann í minnisblaðinu fram þrjá möguleika varðandi framhaldið; 1. að viðhafa áfram sömu takmarkanir, 2. að slaka á í skrefum og 3. að aflétta öllum takmörkunum. Í minnisblaði, sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sendu sóttvarnalækni áður en hann sendi frá sér minnisblað sitt, bentu ráðherrarnir á að stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum hefðu rökstutt ákvörðun sína um að hætta öllum aðgerðum með þeim rökum að ólíklegt væri að faraldur kórónuveirunnar í vel bólusettu samfélagi ógnaði því í heild. Svandís segist gera ráð fyrir að öllu óbreyttu og ef allt gengur vel að um fulla afléttingu verði að ræða eftir fjórar vikur. Lærum af reynslunni og afléttum í skrefum „Það sem ég legg til eða hef tekið ákvörðun um er full aflétting í tveimur skrefum. Fyrra skrefið er tekið núna á miðnætti og það seinna eftir fjórar vikur. Nú á miðnætti eru þær breytingar helstar að almenn fjöldatakmörkun fer úr 500 upp í 2.000, grímuskyldu er aflétt og opnunartíminn lengist um klukkutíma á skemmtistöðum,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi. „Svo gerum við ráð fyrir, að öllu óbreyttu ef allt gengur vel og með þessum fyrirvörum sem við þekkjum orðið mjög vel, að um fulla afléttingu verði að ræða eftir fjórar vikur.“ Aðspurð hvort það hefði komið til fullra afléttinga núna ef ekki væri fyrir stöðuna á Landspítalanum segir Svandís það ekki endilega vera svo. „Nei, það er ég nú ekki viss um. Það er nú eitt af því sem við verðum að gera það er að læra af reynslunni og við höfum verið að aflétta í skrefum í þessum faraldi, nema 1. júlí þegar við tókum þetta stóra skref og við erum enn að bíta úr nálinni með það. Ég held að það sé skynsamlegt að gera þetta svona og þetta er nánast full aflétting og lítið sem stendur út af núna,“ segir Svandís. Hún segist hafa farið að mestu eftir tillögum Þórólfs um afléttingar. Ríkisstjórnin hafi að mestu verið á sama máli í þessum efnum. „Það endar alltaf með því að ríkisstjórnin er sammála en eins og við vitum eru deildar meiningar og hafa verið allan tímann.“ Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi 20. október samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Stefnt er að fullri afléttingu samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember. Heilbrigðisráðherra kynnti áformaðar breytingar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Byggt er á meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem tilgreindir eru þrír valkostir afléttinga á sóttvarnaráðstöfunum innanlands, þ.e. full aflétting allra sóttvarnaaðgerða, aflétting að hluta eða óbreyttar aðgerðir. Breytingar frá og með 20. október: Almennar fjöldatakmarkanir 2.000 manns í stað 500. Nándarregla óbreytt 1 metri, með sömu undantekningum og verið hafa. Með notkun hraðprófa má víkja frá fjöldatakmörkunum og nándarreglu. Grímuskyldu aflétt að frátöldum sérstökum reglum á heilbrigðisstofnunum. Skráningarskyldu á viðburðum og veitingahúsum aflétt. Opnunartími veitingastaða þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar lengdur um klukkustund, til kl. 01:00. Rýma þarf staði fyrir kl. 02:00. Full aflétting áformuð 18. nóvember Stefnt er að fullri afléttingu allra samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember, með fyrirvara um að faraldurinn þróist ekki verulega á verri veg, svo sem vegna mikillar fjölgunar innlagna á spítala vegna COVID-19 sem heilbrigðiskerfið ræður ekki við. Áfram verði beitt sýnatöku, einangrun, smitrakningu og sóttkví en þessi atriði verði þó endurskoðuð í samráði við sóttvarnalækni. Forsendur breytinga Í minnisblaði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar, dags. 12. október 2021, var reifuð framkvæmd svokallaðrar temprunarleiðar og horfur framundan í faraldrinum. Þar kom meðal annars fram að leið temprunar, sem farin hefur verið í þessari bylgju faraldursins, ætti ekki að standa lengur en í takmarkaðan tíma nema alvarlegar breytingar yrðu á eðli faraldursins. Þegar öllum takmörkunum var aflétt í sumar fjölgaði smitum umtalsvert og álag á heilbrigðiskerfið jókst. Síðan hefur bólusetningarstaða hér á landi styrkst, m.a. með bólusetningu barna 12 til 15 ára, örvunarskammti fyrir viðkvæma hópa og viðbótarskammti fyrir einstaklinga sem fengu bóluefni Janssen. Þá sýndi sig að ráðstafanir sem gripið var til 25. júlí sl. með 200 manna fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum, grímuskyldu og takmörkuðum opnunartíma veitingastaða gáfust vel til að tempra útbreiðslu smita. Hægfara afléttingar þessara takmarkana hafa ekki enn valdið auknum innlögnum á spítala þótt fjöldi smita sé nokkuð stöðugur, eins og rakið er í minnisblaði sóttvarnalæknis. Stór hluti smitanna er meðal barna sem þurfa miklu síður á innlögn að halda vegna COVID 19. Ráðherra og sóttvarnayfirvöldum er samkvæmt sóttvarnalögum skylt að leitast í sífellu við að aflétta gildandi sóttvarnaráðstöfunum í samræmi við þróun faraldursins og breytt hættumat eftir því sem ónæmi eflist í samfélaginu. Byggt skal á viðurkenndri læknisfræðilegri þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra. Til að aðgerðir nái ávallt þeim árangri sem að er stefnt, og gangi ekki lengra en þörf er á skal ávallt byggt á nýjustu þekkingu á þeim smitsjúkdómum sem við er að fást hverju sinni. Á þessu byggjast þær ákvarðanir ráðherra um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem hér hafa verið raktar. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Minnisblad-innanlands18102021PDF637KBSækja skjal Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Allar forsendur fyrir tilslökunum í næstu viku Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allar forsendur til staðar til að halda áfram í tilslökunum hér á landi. Hann fundaði með stjórnendum Landspítalans í dag. 15. október 2021 14:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í morgun. Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem sjá má í tengdum skjölum hér að neðan, var þar meðal annars til umræðu. Lagði hann í minnisblaðinu fram þrjá möguleika varðandi framhaldið; 1. að viðhafa áfram sömu takmarkanir, 2. að slaka á í skrefum og 3. að aflétta öllum takmörkunum. Í minnisblaði, sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sendu sóttvarnalækni áður en hann sendi frá sér minnisblað sitt, bentu ráðherrarnir á að stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum hefðu rökstutt ákvörðun sína um að hætta öllum aðgerðum með þeim rökum að ólíklegt væri að faraldur kórónuveirunnar í vel bólusettu samfélagi ógnaði því í heild. Svandís segist gera ráð fyrir að öllu óbreyttu og ef allt gengur vel að um fulla afléttingu verði að ræða eftir fjórar vikur. Lærum af reynslunni og afléttum í skrefum „Það sem ég legg til eða hef tekið ákvörðun um er full aflétting í tveimur skrefum. Fyrra skrefið er tekið núna á miðnætti og það seinna eftir fjórar vikur. Nú á miðnætti eru þær breytingar helstar að almenn fjöldatakmörkun fer úr 500 upp í 2.000, grímuskyldu er aflétt og opnunartíminn lengist um klukkutíma á skemmtistöðum,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi. „Svo gerum við ráð fyrir, að öllu óbreyttu ef allt gengur vel og með þessum fyrirvörum sem við þekkjum orðið mjög vel, að um fulla afléttingu verði að ræða eftir fjórar vikur.“ Aðspurð hvort það hefði komið til fullra afléttinga núna ef ekki væri fyrir stöðuna á Landspítalanum segir Svandís það ekki endilega vera svo. „Nei, það er ég nú ekki viss um. Það er nú eitt af því sem við verðum að gera það er að læra af reynslunni og við höfum verið að aflétta í skrefum í þessum faraldi, nema 1. júlí þegar við tókum þetta stóra skref og við erum enn að bíta úr nálinni með það. Ég held að það sé skynsamlegt að gera þetta svona og þetta er nánast full aflétting og lítið sem stendur út af núna,“ segir Svandís. Hún segist hafa farið að mestu eftir tillögum Þórólfs um afléttingar. Ríkisstjórnin hafi að mestu verið á sama máli í þessum efnum. „Það endar alltaf með því að ríkisstjórnin er sammála en eins og við vitum eru deildar meiningar og hafa verið allan tímann.“ Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi 20. október samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Stefnt er að fullri afléttingu samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember. Heilbrigðisráðherra kynnti áformaðar breytingar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Byggt er á meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem tilgreindir eru þrír valkostir afléttinga á sóttvarnaráðstöfunum innanlands, þ.e. full aflétting allra sóttvarnaaðgerða, aflétting að hluta eða óbreyttar aðgerðir. Breytingar frá og með 20. október: Almennar fjöldatakmarkanir 2.000 manns í stað 500. Nándarregla óbreytt 1 metri, með sömu undantekningum og verið hafa. Með notkun hraðprófa má víkja frá fjöldatakmörkunum og nándarreglu. Grímuskyldu aflétt að frátöldum sérstökum reglum á heilbrigðisstofnunum. Skráningarskyldu á viðburðum og veitingahúsum aflétt. Opnunartími veitingastaða þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar lengdur um klukkustund, til kl. 01:00. Rýma þarf staði fyrir kl. 02:00. Full aflétting áformuð 18. nóvember Stefnt er að fullri afléttingu allra samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember, með fyrirvara um að faraldurinn þróist ekki verulega á verri veg, svo sem vegna mikillar fjölgunar innlagna á spítala vegna COVID-19 sem heilbrigðiskerfið ræður ekki við. Áfram verði beitt sýnatöku, einangrun, smitrakningu og sóttkví en þessi atriði verði þó endurskoðuð í samráði við sóttvarnalækni. Forsendur breytinga Í minnisblaði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar, dags. 12. október 2021, var reifuð framkvæmd svokallaðrar temprunarleiðar og horfur framundan í faraldrinum. Þar kom meðal annars fram að leið temprunar, sem farin hefur verið í þessari bylgju faraldursins, ætti ekki að standa lengur en í takmarkaðan tíma nema alvarlegar breytingar yrðu á eðli faraldursins. Þegar öllum takmörkunum var aflétt í sumar fjölgaði smitum umtalsvert og álag á heilbrigðiskerfið jókst. Síðan hefur bólusetningarstaða hér á landi styrkst, m.a. með bólusetningu barna 12 til 15 ára, örvunarskammti fyrir viðkvæma hópa og viðbótarskammti fyrir einstaklinga sem fengu bóluefni Janssen. Þá sýndi sig að ráðstafanir sem gripið var til 25. júlí sl. með 200 manna fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum, grímuskyldu og takmörkuðum opnunartíma veitingastaða gáfust vel til að tempra útbreiðslu smita. Hægfara afléttingar þessara takmarkana hafa ekki enn valdið auknum innlögnum á spítala þótt fjöldi smita sé nokkuð stöðugur, eins og rakið er í minnisblaði sóttvarnalæknis. Stór hluti smitanna er meðal barna sem þurfa miklu síður á innlögn að halda vegna COVID 19. Ráðherra og sóttvarnayfirvöldum er samkvæmt sóttvarnalögum skylt að leitast í sífellu við að aflétta gildandi sóttvarnaráðstöfunum í samræmi við þróun faraldursins og breytt hættumat eftir því sem ónæmi eflist í samfélaginu. Byggt skal á viðurkenndri læknisfræðilegri þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra. Til að aðgerðir nái ávallt þeim árangri sem að er stefnt, og gangi ekki lengra en þörf er á skal ávallt byggt á nýjustu þekkingu á þeim smitsjúkdómum sem við er að fást hverju sinni. Á þessu byggjast þær ákvarðanir ráðherra um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem hér hafa verið raktar. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Minnisblad-innanlands18102021PDF637KBSækja skjal
Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi 20. október samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Stefnt er að fullri afléttingu samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember. Heilbrigðisráðherra kynnti áformaðar breytingar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Byggt er á meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem tilgreindir eru þrír valkostir afléttinga á sóttvarnaráðstöfunum innanlands, þ.e. full aflétting allra sóttvarnaaðgerða, aflétting að hluta eða óbreyttar aðgerðir. Breytingar frá og með 20. október: Almennar fjöldatakmarkanir 2.000 manns í stað 500. Nándarregla óbreytt 1 metri, með sömu undantekningum og verið hafa. Með notkun hraðprófa má víkja frá fjöldatakmörkunum og nándarreglu. Grímuskyldu aflétt að frátöldum sérstökum reglum á heilbrigðisstofnunum. Skráningarskyldu á viðburðum og veitingahúsum aflétt. Opnunartími veitingastaða þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar lengdur um klukkustund, til kl. 01:00. Rýma þarf staði fyrir kl. 02:00. Full aflétting áformuð 18. nóvember Stefnt er að fullri afléttingu allra samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember, með fyrirvara um að faraldurinn þróist ekki verulega á verri veg, svo sem vegna mikillar fjölgunar innlagna á spítala vegna COVID-19 sem heilbrigðiskerfið ræður ekki við. Áfram verði beitt sýnatöku, einangrun, smitrakningu og sóttkví en þessi atriði verði þó endurskoðuð í samráði við sóttvarnalækni. Forsendur breytinga Í minnisblaði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar, dags. 12. október 2021, var reifuð framkvæmd svokallaðrar temprunarleiðar og horfur framundan í faraldrinum. Þar kom meðal annars fram að leið temprunar, sem farin hefur verið í þessari bylgju faraldursins, ætti ekki að standa lengur en í takmarkaðan tíma nema alvarlegar breytingar yrðu á eðli faraldursins. Þegar öllum takmörkunum var aflétt í sumar fjölgaði smitum umtalsvert og álag á heilbrigðiskerfið jókst. Síðan hefur bólusetningarstaða hér á landi styrkst, m.a. með bólusetningu barna 12 til 15 ára, örvunarskammti fyrir viðkvæma hópa og viðbótarskammti fyrir einstaklinga sem fengu bóluefni Janssen. Þá sýndi sig að ráðstafanir sem gripið var til 25. júlí sl. með 200 manna fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum, grímuskyldu og takmörkuðum opnunartíma veitingastaða gáfust vel til að tempra útbreiðslu smita. Hægfara afléttingar þessara takmarkana hafa ekki enn valdið auknum innlögnum á spítala þótt fjöldi smita sé nokkuð stöðugur, eins og rakið er í minnisblaði sóttvarnalæknis. Stór hluti smitanna er meðal barna sem þurfa miklu síður á innlögn að halda vegna COVID 19. Ráðherra og sóttvarnayfirvöldum er samkvæmt sóttvarnalögum skylt að leitast í sífellu við að aflétta gildandi sóttvarnaráðstöfunum í samræmi við þróun faraldursins og breytt hættumat eftir því sem ónæmi eflist í samfélaginu. Byggt skal á viðurkenndri læknisfræðilegri þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra. Til að aðgerðir nái ávallt þeim árangri sem að er stefnt, og gangi ekki lengra en þörf er á skal ávallt byggt á nýjustu þekkingu á þeim smitsjúkdómum sem við er að fást hverju sinni. Á þessu byggjast þær ákvarðanir ráðherra um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem hér hafa verið raktar.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Allar forsendur fyrir tilslökunum í næstu viku Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allar forsendur til staðar til að halda áfram í tilslökunum hér á landi. Hann fundaði með stjórnendum Landspítalans í dag. 15. október 2021 14:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01
Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36
Allar forsendur fyrir tilslökunum í næstu viku Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allar forsendur til staðar til að halda áfram í tilslökunum hér á landi. Hann fundaði með stjórnendum Landspítalans í dag. 15. október 2021 14:14