Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 17:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar þar sem hann segir að ríkisstjórnin, sem hann nefnir starfstjórn, þurfi að koma í veg fyrir sölu á „grunn-fjarskiptaneti landsins á meðan þingið hefur ekki komið saman og getur ekki gripið inn í,“ líkt og hann orðar það. Síminn tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, en kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. „Þegar ákveðið var að stjórnvöld myndu styðja við ljósleiðaravæðingu landsins gerðum við það ekki til að svo væri hægt að selja allt kerfið til útlanda. Engin þróuð þjóð vill missa eigið fjarskiptakerfi og upplýsingarnar sem um það flæða út landi,“ skrifar Sigmundur Davíð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila, að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málefni Mílu hafa verið rædd í þjóðaröryggisráði þar sem ríki heims séu að setja sér reglur um það að það sé ákveðin rýni sem fari fram þegar um sé að ræða erlendar fjárfestingar í því sem kallað er „mikilvægir innviðir“. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Alþingi Miðflokkurinn Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar þar sem hann segir að ríkisstjórnin, sem hann nefnir starfstjórn, þurfi að koma í veg fyrir sölu á „grunn-fjarskiptaneti landsins á meðan þingið hefur ekki komið saman og getur ekki gripið inn í,“ líkt og hann orðar það. Síminn tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, en kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. „Þegar ákveðið var að stjórnvöld myndu styðja við ljósleiðaravæðingu landsins gerðum við það ekki til að svo væri hægt að selja allt kerfið til útlanda. Engin þróuð þjóð vill missa eigið fjarskiptakerfi og upplýsingarnar sem um það flæða út landi,“ skrifar Sigmundur Davíð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila, að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málefni Mílu hafa verið rædd í þjóðaröryggisráði þar sem ríki heims séu að setja sér reglur um það að það sé ákveðin rýni sem fari fram þegar um sé að ræða erlendar fjárfestingar í því sem kallað er „mikilvægir innviðir“.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Alþingi Miðflokkurinn Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01
Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53
Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52