Simeone hunsaði Klopp eftir leik og strunsaði í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 09:31 Diego Simeone fagnar hér jöfnunarmarki Antoine Griezmann fyrir Atletico Madrid í gærkvöldi en Liverpool átti síðasta orðið og tryggði sér sigur í seinni hálfleik. Getty/David Ramos Peter Crouch og Joleon Lescott voru meðal þeirra sem gagnrýndu Diego Simeone fyrir framkomu sínu gagnvart Jürgen Klopp eftir tap Atletico Madrid á móti Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Liverpool vann leikinn 3-2 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að Atletico hafði misst mann af velli með rautt spjald. Það sauð á Simeone sem neitaði að taka í höndina á Klopp eftir leikinn. Simeone left without shaking Klopp s hand and Klopp was NOT happy. They play at Anfield on November 3 (via @btsportfootball) pic.twitter.com/bICVC9AokQ— B/R Football (@brfootball) October 19, 2021 Þjálfari Atletico varð alveg brjálaður eftir að dómari leiksins hætti við að dæma víti í stöðunni 3-2, eftir að hafa skorað atvikið aftur í Varsjánni. Mohamed Salah hafði stuttu áður komið Liverpool yfir í leiknum úr vítaspyrnu og þá hafði Antoine Griezmann fengið beint rautt spjald fyrir hættuspark. Simeone hunsaði Klopp eftir leikinn og strunsaði í burtu í stað þess að taka í höndina á Þjóðverjanum eins og venjan er. Klopp var augljóslega mjög ósáttur með framkomu Argentínumannsins. Diego Simeone didn't mean to offend Jurgen Klopp by not shaking his hand pic.twitter.com/7JPlXh6EX2— Goal (@goal) October 20, 2021 „Við getum ekki annað en borðið virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra og hvernig honum tókst að espa bæði áhorfendur og leikmenn sína upp á meðan leiknum stóð. En að taka ekki í höndina eftir leik. Hann brást þarna sjálfum sér,“ sagði Peter Crouch á BT Sport eftir leikinn. Kollegi hans Joleon Lescott gekk enn lengra í gagnrýni sinni. „Mér finnst þetta smásálarlegt. Hann virtist ekki láta orð Klopp frá því um árið hafa mikil áhrif á sig ef marka má blaðamannafundinn fyrir leik en að taka í höndina á honum í kvöld sýnir hugleysi hjá honum að mínu mati,“ sagði Joleon Lescott. Diego Simeone kom með þá afsökun eftir leikinn að hann taki aldrei í höndina á mönnum eftir leiki af því að hann sé ekki hrifinn af því. Hann sagði að það sé ekki heilsusamlegt, hvorki fyrir þann sem vinnur eða þann sem tapar. Hann lofaði samt að taka í höndina á Klopp næst. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Liverpool vann leikinn 3-2 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að Atletico hafði misst mann af velli með rautt spjald. Það sauð á Simeone sem neitaði að taka í höndina á Klopp eftir leikinn. Simeone left without shaking Klopp s hand and Klopp was NOT happy. They play at Anfield on November 3 (via @btsportfootball) pic.twitter.com/bICVC9AokQ— B/R Football (@brfootball) October 19, 2021 Þjálfari Atletico varð alveg brjálaður eftir að dómari leiksins hætti við að dæma víti í stöðunni 3-2, eftir að hafa skorað atvikið aftur í Varsjánni. Mohamed Salah hafði stuttu áður komið Liverpool yfir í leiknum úr vítaspyrnu og þá hafði Antoine Griezmann fengið beint rautt spjald fyrir hættuspark. Simeone hunsaði Klopp eftir leikinn og strunsaði í burtu í stað þess að taka í höndina á Þjóðverjanum eins og venjan er. Klopp var augljóslega mjög ósáttur með framkomu Argentínumannsins. Diego Simeone didn't mean to offend Jurgen Klopp by not shaking his hand pic.twitter.com/7JPlXh6EX2— Goal (@goal) October 20, 2021 „Við getum ekki annað en borðið virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra og hvernig honum tókst að espa bæði áhorfendur og leikmenn sína upp á meðan leiknum stóð. En að taka ekki í höndina eftir leik. Hann brást þarna sjálfum sér,“ sagði Peter Crouch á BT Sport eftir leikinn. Kollegi hans Joleon Lescott gekk enn lengra í gagnrýni sinni. „Mér finnst þetta smásálarlegt. Hann virtist ekki láta orð Klopp frá því um árið hafa mikil áhrif á sig ef marka má blaðamannafundinn fyrir leik en að taka í höndina á honum í kvöld sýnir hugleysi hjá honum að mínu mati,“ sagði Joleon Lescott. Diego Simeone kom með þá afsökun eftir leikinn að hann taki aldrei í höndina á mönnum eftir leiki af því að hann sé ekki hrifinn af því. Hann sagði að það sé ekki heilsusamlegt, hvorki fyrir þann sem vinnur eða þann sem tapar. Hann lofaði samt að taka í höndina á Klopp næst.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira