Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 10:22 Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi vísir/tryggvi páll Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á 104. grein kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði í sal Hótels Borgarness eftir að talningu lauk. Fyrst var greint frá sektargerðunum í frétt RÚV en þar segir að Ingi hafi fengið hæstu sektargerðina upp á 250 þúsund krónur. Hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar hafi svo fengið sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Ef þau fallast ekki á að greiða sektina tekur lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólkið ekki enn greitt sektina. Rannsókn lauk í seinustu viku Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talningu atkvæða í kjördæminu til lögreglu. Rannsókn lauk í síðustu viku og fór málið þá til ákærusviðs. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Karl Gauti hyggst sömuleiðis ekki ræða málið að svo stöddu. Í 104. grein kosningalaga segir að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli og halda gildum og ógildum kjörseðlum sér. Ingi hefur sjálfur greint frá því að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni í kjördæminu. Fleiri ljósmyndir teknar af atkvæðum í salnum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla aflað ljósmynda sem þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku inn í salnum þar sem atkvæðin voru talin, annars vegar klukkan 8:07 og 9:40 morguninn eftir kjördag. Myndirnar voru teknar á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi og sýna að kjörgögn voru ekki geymd í lokuðum kössum eða undir innsigli. Áður hafði einungis verið greint frá einu setti af ljósmyndum sem birt var á samfélagsmiðlinum Instagram. Þeim var síðar eytt út af miðlinum. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Lögreglumál Tengdar fréttir Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á 104. grein kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði í sal Hótels Borgarness eftir að talningu lauk. Fyrst var greint frá sektargerðunum í frétt RÚV en þar segir að Ingi hafi fengið hæstu sektargerðina upp á 250 þúsund krónur. Hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar hafi svo fengið sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Ef þau fallast ekki á að greiða sektina tekur lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólkið ekki enn greitt sektina. Rannsókn lauk í seinustu viku Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talningu atkvæða í kjördæminu til lögreglu. Rannsókn lauk í síðustu viku og fór málið þá til ákærusviðs. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Karl Gauti hyggst sömuleiðis ekki ræða málið að svo stöddu. Í 104. grein kosningalaga segir að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli og halda gildum og ógildum kjörseðlum sér. Ingi hefur sjálfur greint frá því að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni í kjördæminu. Fleiri ljósmyndir teknar af atkvæðum í salnum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla aflað ljósmynda sem þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku inn í salnum þar sem atkvæðin voru talin, annars vegar klukkan 8:07 og 9:40 morguninn eftir kjördag. Myndirnar voru teknar á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi og sýna að kjörgögn voru ekki geymd í lokuðum kössum eða undir innsigli. Áður hafði einungis verið greint frá einu setti af ljósmyndum sem birt var á samfélagsmiðlinum Instagram. Þeim var síðar eytt út af miðlinum.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Lögreglumál Tengdar fréttir Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28
Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27
Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24
Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07