Kári Kristján Kristjánsson og Svava Kristín Grétarsdóttir komu fram fyrir hönd ÍBV og þau Ólafur Geir Jónsson og Camilla Rut Rúnarsdóttir kepptu fyrir Njarðvíkinga.
Í þættinum féll met og það í liðnum 60 sekúndur sem eru einskonar hraðaspurningar.
Eyjamenn fóru hreinlega á kostum í liðnum og náðu í 14 stig sem er met í þáttunum.
Hér að neðan má sjá hvernig þau Kári og Svava fóru að. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2.