Hópurinn á bak við Leynilögguna gat loksins fagnað með sínum nánustu í gær og voru viðbrögð áhorfenda við myndinni alveg ótrúlega góð.
Leynilögga byrjaði sem trailer-keppni á milli Audda og Sveppa á Vísi fyrir áratug síðan en endaði sem vel heppnuð kvikmynd í fullri lengd. Hannes Þór Halldórsson leikstjóri hefur fengið einstaklega mikið lof fyrir þessa frumraun sína.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Hörður Ragnarsson tók á frumsýningunni í gær.
Fleiri myndir má finna í albúminu fyrir neðan, allar eftir Hörð Ragnarsson.